„Þetta er augljóst tilefni til endurskoðunar,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, um þá staðreynd að plast sem sent var frá Íslandi til endurvinnslu í Svíþjóð hafi fundist í vöruskemmu í smábæ þar í landi.
Félag atvinnurekenda skipar einn af sjö stjórnarmönnum Úrvinnslusjóði, sem ber ábyrgð á endurvinnslu plasts meðal annars. Ólafur segir að fullur vilji sé til að ganga á eftir því að svona lagað geti ekki endurtekið sig.
„Það er mikilvægt fyrir traust fólks á þessu kerfi að svona hlutir komi ekki upp; að kerfið virki ekki eins og það á að gera. Upp á vilja fólks til að taka þátt og leggja eitthvað á sig í þágu umhverfisins og þessa hringrásahagkerfis sem við erum að reyna að koma upp, þá verður fólk að treysta kerfinu og hafa trú á því að breyttir lífshættir, það að ég sé að garga á …
Athugasemdir (2)