Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi

Barna- og ung­linga­geð­lækna­fé­lag Ís­lands sendi í dag op­ið bréf til heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­is og fé­lags­mála­ráðu­neyt­is til að lýsa yf­ir al­var­leg­um áhyggj­um af stöðu geð­heil­brigð­is­mála barna á Ís­landi.

Alvarlegar áhyggjur af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi
Lýsa áhyggjum af stöðu barna í geðheilbrigðiskerfinu Barna- og unglingageðlæknafélag Íslands hafa sent frá sér opið bréf og lýst yfir alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi og skorað á stjórnvöld að aðhafast í málaflokknum. Mynd: sviðsett / Annie Spratt - unsplash

Aðalfundur Barna- og unglingageðlæknafélags Íslands skorar á heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld að bregðast við stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi. „Fundurinn skorar á heilbrigðisyfirvöld og stjórnvöld að bregðast við, ekki með fallegum orðum eða yfirlýsingum heldur skoða markvisst og heildrænt hvaða ráðstafana þarf að grípa vegna skorts á fagfólki, mönnunarvanda og skipulagsvanda sem einkennir þennan málaflokk,“ segir í opnu bréfi sem félagið sendi frá sér í dag, 10. desember.

Þar stendur einnig að leggja þurfi til fé svo hægt sé að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir öll börn með geðrænan vanda alls staðar á landinu og að félagið lýsi yfir „alvarlegum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna á Íslandi“. 

„Í dag er staðan sú að börn sem þurfa á þjónustu að halda fá hana oft ekki fyrr en eftir að hafa beðið í 1 til 3 ár á biðlistum, hjá opinberum stofnunum og hjá sérfræðingum á stofu. Slík bið hefur alvarleg áhrif á þroska og líðan barns,“ segir í bréfinu. 

Þá er einnig lýst yfir áhyggjum af því álagi sem hefur myndast á bráðaþjónustu Barna- og unglingageðdeildar í kjölfar Covid faraldursins en að sögn Guðrúnar B. Guðmundsdóttur, yfirlæknis á deildinni, eru 80% af innlögnum á deildina bráðainnlagnir og innlögnum fjölgað um 60% á þessu ári. Þessu skýrir hún frá í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem fjallað er um stöðu geðheilbrigðismála á Íslandi í samaburði við Danmörku og reynslu aðstandenda barna sem þurfa á geðheilbrigðisþjónustu að halda. 

Barna-og unglingageðlæknafélag Íslands segir í bréfi sínu að „ítrekað hefur verið bent á stöðuna“.

„Tilviljunarkenndar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar af hálfu heilbrigðisyfirvalda án alls samráðs við barna- og unglingageðlækna sem hafa góða yfirsýn yfir stöðu málaflokksins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Geðheilbrigðismál barna

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
2
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
6
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­ann í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­anda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár