Fyrri aukaspurning:
Hver er konan?
***
Aðalspurningar:
1. Hver er stærst og fjölmennust Kanaríeyja?
2. Nafnið á einni fínustu steintegund jarðar er líka notað um köku. Hver er þessi steintegund?
3. Hvaða evrópska nýlenduveldi réði Afríkuríkinu Mósambik í fjórar aldir eða allt til 1975?
4. Hvað heitir höfuðborg Mósambik?
5. Hver skrifaði leikritið Óþelló?
6. Hver er þriðji fjölmennasti þéttbýlisstaðurinn á Íslandi?
7. Jón Þór Birgisson, Georg Hólm og Ágúst Ævar Gunnarsson stofnuðu hljómsveit árið 1994. Eftir ýmsar mannabreytingar eru þeir Jón Þór og Georg nú einu meðlimir hljómsveitarinnar. Hvað heitir hljómsveitin?
8. Hvaða smáríki kúrir milli Sviss og Austurríkis?
9. Hvaða hljómsveit sendi frá sér plötuna Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band fyrir löngu síðan?
10. Hver er leikstjóri nýrrar kvikmyndaútgáfu af söngleiknum West Side Story sem frumsýnd var erlendis fyrir viku eða svo?
***
Seinni aukaspurning:
Hér má sjá lítinn hluta af auglýsingaplakati fyrir fræga bíómynd. Hver er myndin?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Tenerife.
2. Marmari.
3. Portúgal.
4. Maputo. Ef einhver man enn eftir gamla nafni borgarinnar frá því á nýlendutímanum, Lourenço Marques, þá gef ég líka rétt fyrir það.
5. Shakespeare.
6. Hafnarfjörður.
7. Sigur Rós.
8. Liechtenstein.
9. Bítlarnir.
10. Spielberg.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá rithöfundinn Guðrúnu frá Lundi.
Á neðri myndinni er hluti af plakati kvikmyndinnar Forrest Gump frá 1994.
Athugasemdir