„Bókin Kynslóð er sveitasaga úr samtímanum þar sem mig langaði til að fanga menningu, orðræðu, tungutak og fólk sem ég er alin upp við og þekki af eigin raun,“ segir rithöfundurinn Harpa Rún Kristjánsdóttir. „Mig langaði að sýna sveitina innan frá, með augum þess sem lifir og hrærist í henni núna og lítur ekki á hana sem eitthvað sem gerðist í fortíðinni.“
Hún byrjaði að skrifa Kynslóð þegar hún var búin með nám í bókmenntafræði. Þá átti hún að vera nóvella, stutt saga um kyn og kynjamyndir. Hvernig við þurfum að upplifa okkur sjálf í gegnum annað kyn til þess að skilja hver við erum. „Þetta var ekkert ofboðslega spennandi bók þegar ég tók hana síðan upp sex árum seinna. Ég ákvað að bæta inn annarri persónu og meira sveitalífi. Þetta varð saga mæðgna í stað þess að vera saga einnar konu.
Titillinn Kynslóð vísar í rauninni til slóðarinnar sem …
Athugasemdir (1)