„Á þessum tíma, þetta er ‘98, þá var bókmenntaheimurinn aðeins meiri stofnun. Hann var íhaldssamari en hann er núna. Það var ekki eins mikið af alls konar fólki að skrifa alls konar, ekki svona mikið af ungum höfundum. Það var meira bara ákveðinn hópur fólks,“ segir Auður Jónsdóttir um það umhverfi sem hún gekk inn í sem ungur höfundur með sína fyrstu skáldsögu. Hún skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína um gagnrýni sem hennar fyrsta skáldsaga, Stjórnlaus lukka, sem kom út árið 1998, fékk.
Í pistlinum lýsir hún því hvernig hún hafi verið að hlusta á Ríkisútvarpið á meðan hún beið eftir því að lesa upp úr bók sinni á vinnustað, í útvarpinu heyrði hún bókmenntagagnrýnanda tæta bók hennar í sig. Hún segir að á þeim tíma hafi verið tilfinningahiti í menningarumfjöllun. „Þetta var síðasta öld. Hún var karllægari og uppteknari af snillingshugmyndinni. Á móti kemur að það var …
Athugasemdir