Ingibjörg Jónsdóttir er stofnandi og stjórnandi Berg Contemporary, hins glæsilega gallerís. Ingibjörg er upphaflega myndlistarmaður en hefur líka unnið sem kennari og sýningarstjóri. Hún hóf kennslu við Myndlista- og handíðaskólann og síðan í Listaháskólanum eftir að hann var stofnaður. Hvað var til þess að hún fór út í myndlist? „Heimili mitt var undirlagt af sköpun alla tíð, það lék allt í höndum foreldra minna. Þegar ég sem lítil stelpa fékk að vefa í vefstól í fyrsta sinn var eins og ég hefði mætt örlagakosti mínum. Seinna kom myndlistarmaður í heimsókn í skólann minn þegar ég var 14 ára, sá hafði lært í Myndlista- og handíðaskólanum, og þarna uppgötvaði ég að þetta væri fag sem hægt væri að leggja fyrir sig. Ég ákvað þá að ég ætlaði þangað. Það kom ekkert annað til greina.“
Síðan hefur Ingibjörg meðal annars stýrt sýningum á Íslandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Hugmyndin að galleríinu sprettur þaðan, …
Athugasemdir