Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

589. spurningaþraut: Hér er spurt um söngvara, peysuföt, Hoyvik og fagran pilt

589. spurningaþraut: Hér er spurt um söngvara, peysuföt, Hoyvik og fagran pilt

Fyrri aukaspurning:

Hvað er karlinn hér að ofan að syngja?

***

Aðalspurningar:

1.  Tiltekin þjóð eða þjóðernishópur er sá fjölmennasti í heimi og telur 1,4 milljarða manna. 92 prósent Kínverja tilheyra þessari þjóð. Hvað nefnist hún?

2.  Delaware, Idaho, Jefferson, Minnesota, Nebraska, Wyoming. Fimm af þessum landfræðiheitum merkja ríki í Bandaríkjunum, en eitt ekki. Hvað af þessum sex er ekki amerískt ríki?

3.  Hverjir eru eða voru Denisovar?

4.  Í hvaða landi er héraðið Umbria?

5.  Hver setti Alþingi í upphlut í nóvember sem starfsaldursforseti þingsins? (Hér skrifaði ég í fyrstu „peysuföt“ en upphlutur var það, heillin!)

6.  Amelia Earhart var fræg kona á sinni tíð, og raunar enn. Hún hvarf árið 1937 og örlög hennar eru enn ókunn. Earhart var fræg fyrir að vera ...?

7.  Nafnið á hvaða íþrótt er dregið af hollensku orði sem merkir „kylfa“?

8.  Frá hvaða landi kemur fótboltakarlinn Lionel Messi?

9.  Hoyvik er þriðji fjölmennasti bærinn á ákveðnu svæði, sem sé í ...?

10.  Í grísku goðafræðinni segir frá pilti einum sem var svo fagur að hann varð ástfanginn af sinni eigin spegilmynd. Eyddi hann svo ævinni við að horfa dolfallinn af hrifningu á sjálfan sig. Hvað hét þessi sjálfhverfi piltur?  

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan má sjá teiknimyndasöguútgáfu af frægu bókmenntaverki, sem er ... hvað?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Han.

2.  Jefferson.

3.  Útdauð manntegund, samtímamenn Neanderdalsmanna.

4.  Ítalíu.

5.  Þorgerður Katrín.

6.  Flugmaður.

7.  Golf.

8.  Argentínu.

9.  Færeyjum. Hoyvik mun raunar nú yfirleitt talin hluti Þórshafnar.

10.  Narkissos.

***

Svör við aukspurningum:

Á efri myndinni má sá PSY syngja Gangnam Style. Sjá hér!

Neðri myndin sýnir útgáfu af Makbeð eftir Shakespeare.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár