Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég er bara enn þá að vera krakki að leika mér“

Júlía Mar­grét seg­ir frá því hvernig fyrstu drög­in að Guð leit­ar að Salóme urðu til þeg­ar hún var í meist­ara­námi í Los Ang­eles að læra hand­rita­skrif.

Bók

Guð leit­ar að Salóme

Höfundur Júlía Margrét Einarsdóttir
Una útgáfuhús
390 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Guð leitar að Salóme fjallar um konu sem heitir Salóme. Hún situr á Kringlukránni og er að skrifa bréf til manneskju sem hún þekkti fyrir tíu árum. Þetta er martraðarkennd ástarsaga en líka fjölskyldusaga,“ segir rithöfundurinn Júlía Margrét Einarsdóttir.

„Hún er í rauninni að útskýra hvers vegna slitnaði upp úr sambandi hennar og þessarar manneskju sem hún þekkti fyrir tíu árum. Til þess að segja þá sögu þarf hún að byrja á dramatískri fjölskyldusögu. Svo bregð ég upp mynd af svolítið gallaðri fjölskyldu á Akranesi og segi svo frá kynnum þeirra tveggja, Salóme og Helgu, sem unnu saman í versluninni Betra líf á þriðju hæð í Kringlunni. Þetta gerist að miklu leyti í Kringlunni árið 2000 af því mér þótti bara svo gaman að fara inn í þennan gamla heim sem ég ólst upp við. Það voru pálmatré og gosbrunnur með klinki og fólk reykti inni á Hard Rock og eitthvað svona. Þannig að þetta er líka svona smá nostalgíutripp fyrir mig.“

Afurð þess að vera enn krakki að leika sér

Fyrstu drögin að þessu verki urðu til þegar hún bjó úti í Los Angeles og var að læra kvikmyndahandritaskrif í meistaranámi. „Þetta var fyrsta handritið sem ég skrifaði þar, það er í raun mjög ólíkt þessari lokaafurð. Þá byrjaði ég að leika mér að strúktúrera þessa sögu og eftir að ég flutti heim til Íslands. En fyrst gaf ég út bókina mína Drottningin á Júpíter. Þegar hún var búin var komið að því að fara í næsta verkefni og þá bara einhvern veginn byrjaði ég á að þróa þessa. Hún byggir á ýmsum minnum og þessari nostalgíu sem ég talaði um. Líka, það koma þarna inn einhverjir draumar sem mig dreymdi sjálf og svo er draugagangur og eitthvað svona. Fyrir mig er það að skrifa eins og þegar ég var barn að leika mér í Playmo. Ég skrifa ekki um sjálfa mig en ég bý alltaf til einhvern heim sem mér finnst heillandi að fara inn í. Þannig að þetta er líka bara: Ég er bara enn þá að vera krakki að leika mér. Og þetta er afurð þess.“ 

Tilfinningaþrungin stund

„Ég var rosalega heppin að ná að halda risastórt útgáfupartí rétt áður en öllu var skellt í lás. Það var rosalega gaman. Ég gellaði mig upp, lét setja á mig augnhár, og var í rosa bronsbol. Það fylltist allt af fólki. Þetta var mjög tilfinningaþrungin stund fyrir mig af því að ég er búin að vera í þrjú ár að vinna að þessu, með fullu starfi. En þetta var þannig á kvöldin og næturnar hjá mér og kærastanum mínum sem var ótrúlega mikið að lesa, við vorum að kasta á milli okkar pælingum. Og öll vinnan með ritstjóranum, stundum fór hann ekki heim fyrr en klukkan tvö á nóttunni af því við vorum í hundraðasta yfirlestri. Við löbbuðum niðri í bæ í hvort í sína áttina eftir það og bara tókum andköf; þetta var rosalega mikið. En ég lagði allt, gjörsamlega allt í þetta. Með hjálp frábærra einstaklinga í mínu lífi. Þannig já, þessi tilfinning að sleppa takinu var algjörlega súrrealísk. Og einhvern veginn núna þá er ég að lenda. En núna náttúrlega viðtökurnar. Það er bara að vita að fólk er að lesa þetta og fá komment, þau hafa öll verið góð hingað til og það er alveg priceless, það er alveg yndislegt og mjög gaman.“

Með upphitaða pitsu í kuðli uppi í sófa

„Auðvitað langar mig að skrifa í svona geðveikt fallegu húsi uppi á hæð í Toscana með geggjuðu útsýni eins og í Love Actually, hjá rithöfundinum sem fór alltaf í húsið sitt og horfði yfir vatnið, það væri snilld. En ég vona að ég sé ekki að taka rómantíkina úr þessu ferli með því að viðurkenna það að ég var oft bara með einhverja upphitaða rokkpitsu í kuðli uppi í sófa með sæng að hamra á lyklaborðið. Kannski að bestu aðstæðurnar sem ég skrifaði við var þegar ég fór stundum með kærastanum út á land og einu sinni til dæmis í hús sem reyndist ekki vera með neitt símasamband, sem var mjög retró og skemmtilegt. Kvíðavaldandi fyrst en ég náði að vinna mjög mikið í þeim aðstæðum. Þannig að það er mjög gott, ég mæli alveg með því að koma sér upp úr sófanum til að skrifa.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár