Hillbillly heimsótti Rakel McMahon í bjarta og listaverkafyllta þakíbúð í Reykjavík. Fuglar syngja fyrir utan gluggann og krakkar á leið heim úr skóla láta heyra vel í sér. Rakel flakkar á milli Aþenu og Reykjavík. Hún hefur verið mikið í samstarfi með öðrum listamönnum síðustu ár, þá sérstaklega Evu Ísleifs, sem býr í Aþenu og þar af leiðandi hefur vinnustofa tvíeykisins flakkað á milli landa og verið í tölvunni.
„Mömmu fannst ég rosalega hæfileikarík“
Byrjum á byrjuninni. Áður en Rakel hóf sitt listaævintýri ólst hún upp í risavöxnu Engjahjallablokkunum hjá Byko í Kópavogi. Faðir Rakelar, Neil McMahon, kom hingað frá Írlandi 1973, og er nafnið McMahon þaðan komið. Móðir Rakelar, Hjördís Hildigunnur Friðjónsdóttir, hefur alla tíð verið hennar helsti stuðningsaðili í listinni, „mömmu fannst ég rosalega hæfileikarík“, og sendi móðirin dóttur sína í myndlistarskóla og þess háttar þar sem Rakel fúnkeraði best. „Myndlistarskólinn var svona eini staðurinn þar sem ég …
Athugasemdir