Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

581. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um sokka, já, sokka!

581. spurningaþraut: Hér er meðal annars spurt um sokka, já, sokka!

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði málverkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Leo Baekeland var belgískur vísinda- og uppfinningamaður (síðar búsettur í Bandaríkjunum) sem þróaði ákveðið fyrirbæri árið 1907. Aðrir höfðu verið á svipuðum slóðum í uppfinningum sínum, en fyrirbæri Baekelands sló ærlega í gegn. Hann nefndi það eftir sjálfum sér, en fann líka upp á að nota annað heiti sem varð fljótt miklu útbreiddara. Hvaða heiti var það?  

2.  Í hvaða borg voru umdeildir ólympíuleikar haldnir árið 1936?

3.  Hver skrifaði skáldsöguna Stríð og frið?

4.  En skáldsöguna Engla alheimsins?

5.  Allt er þegar þrennt er: Hver skrifaði skáldsöguna Sögu þernunnar?

6.  Hvaða fyrirbæri í Árnessýslu er orðið að alþjóðaheiti yfir samskonar fyrirbæri?

7.  Catherine Middleton ber virðulegan titil. Hver er sá?

8.  Sisimiut er næststærsti þéttbýlisstaðurinn í ákveðnu landi. Hvaða landi?

9.  „Það á að kjósa mig af því að ég er maður.“ Hvaða frambjóðandi lét svo um mælt árið 1980?

10.  UY Scuti heitir stærsta sólstjarnan sem vísindamenn hafa enn komið auga á — þá er átt við að þvermáli en ekki þyngd. Hversu miklu stærri er UY Scuti en sólin okkar? Er þessi stóra sól 1,7 sinnum stærri en okkar sól — 17 sinnum stærri — 170 sinnum stærri — eða 1.700 sinnum stærri? 

***

Seinni aukaspurning:

Sokkar eins og þeir sem sjást hér að ofan voru vinsælir á Vesturlöndum um 1940-1950 og hafa svo öðruhvoru komist í tísku síðan. Hvað kallast þeir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Plast.

2.  Berlín.

3.  Tolstoj.

4.  Einar Már.

5.  Atwood.

6.  Geysir.

7.  Hertogaynjan af Cambridge.

8.  Grænlandi.

9.  Vigdís Finnbogadóttir.

10.  1.700 sinnum stærri.

***

Svör við aukaspurningum:

Málverkið er eftir Dalí.

Sokkarnir nefnast Bobby Socks.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár