Fyrri aukaspurning:
Hver málaði málverkið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Leo Baekeland var belgískur vísinda- og uppfinningamaður (síðar búsettur í Bandaríkjunum) sem þróaði ákveðið fyrirbæri árið 1907. Aðrir höfðu verið á svipuðum slóðum í uppfinningum sínum, en fyrirbæri Baekelands sló ærlega í gegn. Hann nefndi það eftir sjálfum sér, en fann líka upp á að nota annað heiti sem varð fljótt miklu útbreiddara. Hvaða heiti var það?
2. Í hvaða borg voru umdeildir ólympíuleikar haldnir árið 1936?
3. Hver skrifaði skáldsöguna Stríð og frið?
4. En skáldsöguna Engla alheimsins?
5. Allt er þegar þrennt er: Hver skrifaði skáldsöguna Sögu þernunnar?
6. Hvaða fyrirbæri í Árnessýslu er orðið að alþjóðaheiti yfir samskonar fyrirbæri?
7. Catherine Middleton ber virðulegan titil. Hver er sá?
8. Sisimiut er næststærsti þéttbýlisstaðurinn í ákveðnu landi. Hvaða landi?
9. „Það á að kjósa mig af því að ég er maður.“ Hvaða frambjóðandi lét svo um mælt árið 1980?
10. UY Scuti heitir stærsta sólstjarnan sem vísindamenn hafa enn komið auga á — þá er átt við að þvermáli en ekki þyngd. Hversu miklu stærri er UY Scuti en sólin okkar? Er þessi stóra sól 1,7 sinnum stærri en okkar sól — 17 sinnum stærri — 170 sinnum stærri — eða 1.700 sinnum stærri?
***
Seinni aukaspurning:
Sokkar eins og þeir sem sjást hér að ofan voru vinsælir á Vesturlöndum um 1940-1950 og hafa svo öðruhvoru komist í tísku síðan. Hvað kallast þeir?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Plast.
2. Berlín.
3. Tolstoj.
4. Einar Már.
5. Atwood.
6. Geysir.
7. Hertogaynjan af Cambridge.
8. Grænlandi.
9. Vigdís Finnbogadóttir.
10. 1.700 sinnum stærri.
***
Svör við aukaspurningum:
Málverkið er eftir Dalí.
Sokkarnir nefnast Bobby Socks.
Athugasemdir