Elín G. Ragnarsdóttir
útgefandi
Það má eiginlega segja að ég sé alltaf á höttunum eftir hamingjunni og það er ákveðin hamingja fólgin í því. Mögulega er hægt að flokka hamingju í tvo hluta; stóra hamingjan og litla hamingjan. Stóra hamingjan er að vera í ástríku sambandi, vera á góðum stað í vinnu, fá andlegar og líkamlegar áskoranir og að eiga heilbrigð og glöð börn og barnabörn. Litla hamingjan er þetta dagsdaglega. Til dæmis að knúsa ömmustrákana mína; það er mín mesta gleði, sama þó það hljómi sem klisja. Það er líka hamingja í að rækta sambandið við þá sem skipta mann mestu máli. Við gerum það með því að hafa eitthvað að hlakka til og skapa góðar minningar, hvort sem það er að fara í ferðalög, fjallgöngu, veiði eða bara hafa kósíkvöld eða lesa saman fyrir svefninn. Það er svolítið skrítið hvað barnabörn eru mikill hamingjuvaldur; það kom mér hálfpartinn …
Athugasemdir