Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jóni Baldvini Hannibalssyni er áminning um að íslenskt réttarkerfi sé ofbeldisfullt. Þetta segir Carmen Jóhannsdóttir, sem kærði Jón Baldvin fyrir kynferðislega áreitni. Málið velktist um í íslensku réttarkerfi í hátt á þriðja ár og var í tvígang vísað frá héraðsdómi áður en það var tekið til efnismeðferðar.
Carmen var ein fjögurra kvenna sem stigu fram í Stundinni í janúar 2019 og lýstu meintri kynferðislegri áreitni af hálfu Jóns Baldvins. Síðar stigu þrjár konur til viðbótar fram og sökuðu Jón Baldvin einnig um kynferðislega áreitni.
Carmen kærði Jón Baldvin til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars 2019 fyrir atvik sem hún sagði að hefði átt sér stað í veislu á þaki húss Jóns Baldvins og konu hans, Bryndísar Schram, í Andalúsíu á Spáni 16. júní 2018. Hún lýsti því að hún …
Athugasemdir