Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Sólveig Anna lýsir málflutningi Guðmundar Baldurssonar sem „óbærilega ógeðslegum“

Krafa Guð­mund­ar Bald­urs­son­ar um að Agnieszka Ewa Ziól­kowska víki sem vara­formað­ur Efl­ing­ar er yf­ir­gengi­lega fá­rán­leg að mati Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur fyrr­ver­andi for­manns.

Sólveig Anna lýsir málflutningi Guðmundar Baldurssonar sem „óbærilega ógeðslegum“
Segir Guðmund eiga að skammast sín Sólveig Anna segir Guðmund Baldursson eiga að skammast sín en telur reynsluna sýna að það kunni hann ekki.

Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, fer hörðum orðum um Guðmund Baldursson stjórnarmann í stéttarfélaginu í færslu á Facebook. Kveikjan að skrifum Sólveigar eru viðtal við Guðmund í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gærkvöldi þar sem hann lýsti því að eðlilegt væri að Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður félagsins segði af sér. Sólveig Anna segir fáránleika þeirrar kröfu Guðmundar yfirgengilegan „en auðvitað fyrst og síðast svo óbærilega ógeðslegur.“

Sem kunnugt er sagði Sólveig Anna af sér sem formaður Eflingar og tilkynnti um það með færslu á Facebook síðastliðið sunnudagskvöld. Ekki hefur náðst í Sólveigu Önnu til að inna hana betur eftir málavöxtum en hún hefur þó sett inn fleiri færslur á Facebook þar sem hún tjáir sig um þróun mála í Eflingu. Agnieszka Ewa er kjörin varaformaður stjórnar stéttarfélagsins og ætti hún því að taka við formennsku við brotthvarf Sólveigar Önnu. Í Kastljósi í gær sagði Guðmundur að hann teldi ábyrgð Agniezku Ewu ekki minni en Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar framkvæmdastjóra Eflingar, í þeim deilum sem geisa nú innan Eflingar. Hún ætti því einnig að segja af sér.

„Ég myndi leggja til að hann skammaðist sín en ég veit af mikilli reynslu að það kann ekki“
Sólveig Anna Jónsdóttir
fyrrverandi formaður Eflingar

Þetta þykir Sólveigu Önnu svo yfirgengilegt að hún gat ekki annað en hlegið, skrifar hún, þó henni sé fjarri því hlátur í huga. Agnieszka Ewa hafi verið valin af félögum sínum til að gegna stöðu varaformanns og það hafi hún gert með sóma. Hún sé fyrsta konan af pólskum uppruna sem gegni svo mikilvægu hlutverki í íslenskri verkalýðshreyfingu og fyrsti raunverulegi fulltrúi aðflutts verkafólks í verkalýðsbaráttunni.

„Hún þekkir allt það svívirðilega rugl sem viðgengst gagnvart aðfluttu verkafólki á eigin skinni. Allt. Hún hefur, ásamt mér og þeim í stjórn sem raunverulega hafa viljað bæta hag alls vinnuaflsins, ekki bara hag þeirra sem líta út og tala eins og þeir sjálfir, leitt stórkostlega umbóta vinnu innan félagsins þegar kemur að því að tryggja að okkar aðfluttu félagar eigi rétt á nákvæmlega sömu þjónustu og þau okkar sem fædd eru hér.“

Sólveig Anna bendir á að um það bil helmingur félagsfólks Eflingar sé aðflutt fólk og nú sé í fyrsta skipti í ábyrgðarhlutverki manneskja sem tilheyrir þeim hópi. „Og svo dirfist einhver maður að segja henni að láta sig hverfa. Ég myndi leggja til að hann skammaðist sín en ég veit af mikilli reynslu að það kann ekki.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afsögn Sólveigar Önnu

Sólveig Anna fullyrðir að nýr varaforseti ASÍ verði „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna full­yrð­ir að nýr vara­for­seti ASÍ verði „einn af dygg­ustu liðs­mönn­um gömlu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar og fyrr­ver­andi vara­for­seti ASÍ, seg­ir að næsti vara­for­seti verði Hall­dóra Sveins­dótt­ir. Með skip­un Hall­dóru muni á ný hefjast vinna við að koma SALEK-sam­komu­lag­inu á kopp­inn og „taka alla lýð­ræð­is­lega stjórn kjara­mála úr hönd­um launa­fólks sjálfs“.
Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna seg­ir lög­fræð­ing ASÍ lýsa stuðn­ingi við mann sem hafi hót­að henni

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar, gagn­rýn­ir Magnús M. Norð­dahl lög­ræð­ing ASÍ harð­lega fyr­ir at­huga­semd sem hann skrif­aði við færslu hjá Tryggva Marteins­syni, sem vik­ið var úr starfi kjara­full­trúa Efl­ing­ar í gær. Um­rædd­ur Tryggvi er að sögn Sól­veig­ar Önnu mað­ur­inn sem hót­aði að beita hana of­beldi.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár