Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir Sólveigu Önnu hafa reynt að beita sig persónulegri kúgun

Guð­mund­ur Bald­urs­son, stjórn­ar­mað­ur í Efl­ingu, seg­ir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, fyrr­ver­andi formann stétt­ar­fé­lags­ins, hafa reynt að kúga sig vegna per­sónu­legra mála.

Segir Sólveigu Önnu hafa reynt að beita sig persónulegri kúgun
Gagnrýninn Guðmundur segist hafa gagnrýnt stjórnarhætti Sólveigar Önnu.

Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem sagt hefur af sér sem formaður Eflingar, hafa haldið lykilupplýsingum leyndum fyrir stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks.

Greint var frá gagnrýni Guðmundar á hendur stjórnenda Eflingar í fréttum Ríkisúvarpsins síðstliðinn föstudag. Þar sagði að Guðmundur hefði ítrekað reynt að fá í hendur ályktun trúnaðarmanna starfsfólks á skrifstofu Eflingar um stjórnarhætti Sólveigar Önnu frá því í júní, en án árangurs.

Fréttaflutningur Ríkisútvarpsins varð síðan til þess að Sólveig Anna greindi starfsfólki Eflingar frá því á föstudaginn að tveir kostir væru í stöðunni. „Annað hvort kæmi eitt­hvað skrif­legt frá þeim sem myndi bera til baka ofstæk­is­fullar lýs­ingar úr ályktun trún­að­ar­manna og orð sem frétta­maður not­aði um „ógn­ar­stjórn“, eða að ég myndi segja af mér for­mennsku í félag­in­u.“ Úr varð að starfsfólk sendi frá sér ályktanir til stjórnenda Eflingar og til Ríkisútvarpsins sem Sólveig Anna túlkaði sem afdráttarlausa staðfestingu á því sem fram hefði komið í ályktun trúnaðarmanna frá því í júní. Við slíka vantraustsyfirlýsingu gæti hún ekki búið og sagði hún því af sér sem formaður.

„Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“

Í tilkynningu sem Guðmundur sendi blaðamanni Stundarinnar segir hann að alvarlegur trúnaðarbrestur hafi orðið þegar Sólveig Anna hafi neitað að kynna stjórn Eflingar starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi þessa árs. Því hafi verið borið við að þær upplýsingar kæmu stjórninni ekki við, skrifar Guðmundur. Þá hafi stjórn einnig verið neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda á skrifstofu Eflingar í júní síðastliðnum. „Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“

Segir Sólveigu Önnu hafa slegið á sáttarhönd

Guðmundur segir að hann hafi lagt fram þá tillögu að utanaðkomandi ráðgjafi legði mat á starfsemi Eflingar til að leita lausna en því hafi verið hafnað. Enginn í stjórn Eflingar hafi stutt hann í því máli og enga hjálp hafi verið að fá hjá Starfsgreinasambandinu eða Alþýðusambandi Íslands, þrátt fyrir að fyrir lægi, að sögn Guðmundar, að stjórn Eflingar ætti fullan rétt á að fá allar lykilupplýsingar um starfsemi Eflingar í hendur.

Sólveig Anna hafi þá hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur eða gengist við ábyrgð sinni sem formaður. „Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Sólveigar Önnu

Sólveig Anna fullyrðir að nýr varaforseti ASÍ verði „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna full­yrð­ir að nýr vara­for­seti ASÍ verði „einn af dygg­ustu liðs­mönn­um gömlu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar og fyrr­ver­andi vara­for­seti ASÍ, seg­ir að næsti vara­for­seti verði Hall­dóra Sveins­dótt­ir. Með skip­un Hall­dóru muni á ný hefjast vinna við að koma SALEK-sam­komu­lag­inu á kopp­inn og „taka alla lýð­ræð­is­lega stjórn kjara­mála úr hönd­um launa­fólks sjálfs“.
Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna seg­ir lög­fræð­ing ASÍ lýsa stuðn­ingi við mann sem hafi hót­að henni

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar, gagn­rýn­ir Magnús M. Norð­dahl lög­ræð­ing ASÍ harð­lega fyr­ir at­huga­semd sem hann skrif­aði við færslu hjá Tryggva Marteins­syni, sem vik­ið var úr starfi kjara­full­trúa Efl­ing­ar í gær. Um­rædd­ur Tryggvi er að sögn Sól­veig­ar Önnu mað­ur­inn sem hót­aði að beita hana of­beldi.

Mest lesið

Indriði Þorláksson
1
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár