Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Allt í lausu lofti á skrifstofu Eflingar

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir til­kynnti af­sögn sína sem formað­ur stétt­ar­fé­lags­ins í gær vegna van­trausts starfs­fólks í henn­ar garð. Hvorki næst í Sól­veigu Önnu né Við­ar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóra. Starfs­fólk á skrif­stofu lýs­ir stöð­unni þannig að allt sé í lausu lofti.

Allt í lausu lofti á skrifstofu Eflingar
Hætt sem formaður Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki er svarað í síma á skrifstofu Eflingar stéttarfélags vegna starfsmannafundar sem virðist hafa dregist verulega á langinn. Sé hringt í stéttarfélagið svarar símsvari sem segir að skrifstofan opni klukkan níu vegna starfsmannafundar en alla jafna opnar skrifstofan klukkan 8:15. Klukkan 10:10 svaraði sá símsvari enn.

Stundin hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í forsvarsfólk Eflingar, sem og starfsfólk skrifstofu í morgun, en án árangurs. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins greindi frá því í stöðufærslu á Facebook í gærkvöldi að hún hefði tilkynnt stjórn stéttarfélagsins afsögn sína. Ástæðan er viðbrögð starfsfólks Eflingar eftir að Sólveig Anna ávarpaði það síðastliðinn föstudag.

Sögð halda úti „aftökulista“

Ástæða þess að Sólveig Anna ávarpaði starfsfólk var sú að trúnaðarmenn starfsfólks á skrifstofu Eflingar samþykktu ályktun 9. júní síðastliðinn sem send var á hana og aðra stjórnendur félagsins. Í umræddri ályktun mun Sólveig Anna hafa verið sökuð um að halda úti „aftökulista“ yfir starfsfólk sem henni væri ekki þóknanlegt og að hún hefði brotið kjarasamninga með fyrirvaralausum uppsögnum, auk annars. Í stöðuuppfærslu sinni segir Sólveig Anna að hanni hafi verið brugðið vegna texta ályktunarinnar „sem var ekki sannleikanum samkvæmur og að mínu mati skrifaður af miklu dómgreindarleysi, en ég blandaði mér þó ekki í þetta mál heldur fól öðrum stjórnendum að bregðast við, sem þau gerðu hratt og faglega. Skrifleg staðfesting barst frá trúnaðarmanni þar sem málinu var sagt lokið.“

Á fimmtudaginn í síðustu viku hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við Sólveigu Önnu til að spyrja hana út í umrædda ályktun. Í kjölfar þess ákvað hún að ávarpa starfsfólk skrifstofu Eflingar að morgni síðasta föstudags. „Ég sagði við starfs­fólk á þessum fundi að það væru tveir kostir í stöð­unni. Annað hvort kæmi eitt­hvað skrif­legt frá þeim sem myndi bera til baka ofstæk­is­fullar lýs­ingar úr ályktun trún­að­ar­manna og orð sem frétta­maður not­aði um „ógn­ar­stjórn“, eða að ég myndi segja af mér for­mennsku í félag­in­u.“

Yfirlýsingar starfsfólks staðfesta vantraust

Starfsfólk Eflingar fundaði í kjölfarið og setti saman ályktun sem send var stjórnendum Eflingar og til Ríkisútvarpsins. „Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins,“ skrifaði Sólveig Anna á Facebook í gær.

„Mér þykir það ótrú­legt að það sé starfs­fólk Efl­ingar sem í reynd hrekur mig úr starfi“
Sólveig Anna Jónsdóttir
fráfarandi formaður Eflingar

Vegna þessa telur Sólveig Anna sér ófært að sitja áfram sem formaður félagsins og ákvað að hlíta þeirri afdráttalausu vantrauststillögu sem komi fram í yfirlýsingu starfsfólksins.  „Ég get ekki gegnt stöðu for­manns í félag­inu að svo komnu máli og hef ég til­kynnt stjórn Efl­ingar um afsögn mína. Mér þykir það ótrú­legt að það sé starfs­fólk Efl­ingar sem í reynd hrekur mig úr starfi, með því að leyfa and­stæð­ingum félags­ins að hossa sér á ýkj­um, lygum og rang­færslum um mig og sam­verka­fólk mitt. Starfs­fólk Efl­ingar hefur kosið að svipta mig því vopni sem hefur gert mér mögu­legt að leiða sögu­lega og árang­urs­ríka bar­áttu verka- og lág­launa­fólks síð­ustu ár, mann­orði mínu og trú­verð­ug­leika.“

Hættir líkaViðar Þorsteinsson hyggst fylgja Sólveigu Önnu og hætta hjá Eflingu.

Viðar hættir líka

Kjarninn greindi frá því í morgun að Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggðist afhenda uppsagnarbréf sitt síðar í dag. Viðar var ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri félagssviðs stéttarfélagsins í maí 2018 í eftir að Sólveig Anna var kjörin formaður þess. Mun mjög náin samvinna hafa verið milli þeirra tveggja.

Stundin hefur hvorki náð tali af Sólveigu Önnu né Viðari í morgun. Í stuttum samskiptum við Viðar í gegnum spjallforrit sagðist hann ekki myndi tjá sig um málið að svo stöddu. Starfsmaður skrifstofu Eflingar sem Stundin náði sambandi við lýsit því að allt væri í lausu lofti en vonaðist til að yfirlýsing vegna málsins yrði gefin út innan skamms.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Afsögn Sólveigar Önnu

Sólveig Anna fullyrðir að nýr varaforseti ASÍ verði „einn af dyggustu liðsmönnum gömlu verkalýðshreyfingarinnar“
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna full­yrð­ir að nýr vara­for­seti ASÍ verði „einn af dygg­ustu liðs­mönn­um gömlu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar og fyrr­ver­andi vara­for­seti ASÍ, seg­ir að næsti vara­for­seti verði Hall­dóra Sveins­dótt­ir. Með skip­un Hall­dóru muni á ný hefjast vinna við að koma SALEK-sam­komu­lag­inu á kopp­inn og „taka alla lýð­ræð­is­lega stjórn kjara­mála úr hönd­um launa­fólks sjálfs“.
Sólveig Anna segir lögfræðing ASÍ lýsa stuðningi við mann sem hafi hótað henni
FréttirAfsögn Sólveigar Önnu

Sól­veig Anna seg­ir lög­fræð­ing ASÍ lýsa stuðn­ingi við mann sem hafi hót­að henni

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Efl­ing­ar, gagn­rýn­ir Magnús M. Norð­dahl lög­ræð­ing ASÍ harð­lega fyr­ir at­huga­semd sem hann skrif­aði við færslu hjá Tryggva Marteins­syni, sem vik­ið var úr starfi kjara­full­trúa Efl­ing­ar í gær. Um­rædd­ur Tryggvi er að sögn Sól­veig­ar Önnu mað­ur­inn sem hót­aði að beita hana of­beldi.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár