Hillbilly ræddi við Kristínu Þóru Kjartansdóttur um ritröðina Pastel. Kristín er sagnfræðingur og staðarhaldari en kemur „úr mjög svo formfastri textavinnslu og miðlun fræðageirans á meginlandinu“. Með henni í nefnd um Pastel er eiginmaðurinn Hlynur Hallsson, myndlistarmaður og safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Hjónin ráku lengi sýningarrýmið Kunstraum-Wohnraum fyrir myndlistina, en Kristín hefur rekið Flóru menningarhús með viðburðum, vinnustofum og verslun í miðbænum á Akureyri frá 2011. Í Pastel vildu skötuhjúin leiða saman fólk úr ólíkum listgreinum og miðla verkum þeirra í formi menningarverkefnis, án hagnaðarhugsunar.
Pastelritin eru listaverk í ritaformi, segir á vefsíðunni pastel.is. Verkin eru öll unnin af listamönnum, bæði þeim sem eru hoknir af reynslu og líka þeim sem enn geta rétt úr sér. Listamennirnir fá skýran og einfaldan ramma til að vinna með, en síðan lausan tauminn. Sumir hrista fram stutta skáldsögu, aðrir skrifa formfastan ljóðabálk, enn aðrir tjá með ritmáli eða myndmáli upplifun sína á hversdeginum. …
Athugasemdir