Tvær konur kærðu Kolbein Sigþórsson, þá landsliðsmann í fótbolta, fyrir kynferðislega áreitni og líkamsárás sem átti að hafa átt sér stað á skemmtistað í byrjun september 2017. Konurnar hafa nú báðar stigið fram, önnur þeirra, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, eftir að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ hafði sagt í viðtali við Kastljós að sambandinu hafði ekki borist ábendingar um kynferðislegt ofbeldi þrátt fyrir að faðir konunnar hafði sagt honum frá kærunni 2018.
Á meðan málið var til rannsóknar hjá lögreglu hafði lögmaður Kolbeins samband við brotaþola í þeirri tilraun að ná fram sátt í málinu. Lögmanninum, Almari Þór Möller tókst það hins vegar ekki svo annar aðili, Vilhjálmur Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, var fenginn inn í málið til að ná sáttum sem að lokum tókst.
Athugasemdir