Hamingjan er inni í okkur. Við sköpum hana sjálf með hugsunum okkar, upplifunum og gjörðum. Það er hlutverk okkar að næra það sem gerir okkur hamingjusöm. Utanaðkomandi þættir geta svo stutt við hamingjuna og aukið á hana. Ég held að hamingjan felist í því að reyna að sjá það fallega í lífinu og það getur verið svo margt. Hamingjan tengist auðvitað ástinni, eins og ástinni til mannsins míns og barnanna minna, fjölskyldunnar og vina. Svo veitir listin mér mikla hamingju og ég hef mikla trú á sköpun. Ég held að sköpun geti haft ótrúlega góð áhrif á okkur og geti styrkt okkur svo mikið sem manneskjur ef við fáum vettvang til þess að vera skapandi. Vinnustofan mín er hamingjustaðurinn minn. Það er plássið mitt og þar sem ég reglurnar.“
Hanna Margrét Einarsdóttir, keramikhönnuður og kennari í skapandi greinum, leggur áherslu á að hún eigi við sköpun yfir höfuð en fyrir …
Athugasemdir (1)