Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

551. spurningaþraut: Einangrað tungumál í Evrópu og annað í Asíu

551. spurningaþraut: Einangrað tungumál í Evrópu og annað í Asíu

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir eyjan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað gerði páfi merkilegast árið 1095?

2.  Zóróaster- eða Zaraþústra-trú er upprunnin á ákveðnu svæði í veröldinni sem samsvarar nokkuð nákvæmlega tilteknu nútímaríki. Hvaða svæði er það?

3.  Hver skrifaði skáldsöguna Meistarinn og Margaríta?

4.  Frá hvaða landi er sjónvarpsserían Squid Game?

5.  Hver var hinn upprunalegi Pegasus?

6.  Hvar töldu Stuðmenn sig eiga að troða upp í lok myndarinnar Með allt á hreinu?

7.  Paul Allen hét maður sem lést fyrir nokkrum árum. Árið 1975 stofnaði hann fyrirtæki eitt ásamt félaga sínum, sem hét ... ?

8.  Þau tungumál eru stundum kölluð „einangruð“ sem eru ekki skyld neinum öðrum tungumálum, ekki einu sinni tungumálum í nágrenninu. Í Evrópu er aðeins eitt sannkallað einangrað tungumál af þessu tagi. Hvað er það?

9.  Það einangraða tungumál sem útbreiddast er, það er hins vegar við lýði í Asíu, þar sem það er talað af 77 milljónum manna, fyrst og fremst í tveimur löndum. Hvaða tungumál er það?

10.  Hver orti ljóðið við íslenska þjóðsönginn?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni að neðan má sjá tvo meðlimi hinnar vinsælu hljómsveitar Heimilistóna. Hvað heita þær? 

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Boðaði fyrstu krossferðina til Landsins helga.

2.  Persía eða Íran.

3.  Búlgakov.

4.  Suður-Kóreu.

5.  Vængjaður hestur.

6.  Í Tívolí í Kaupmannahöfn.

7.  Bill Gates.

8.  Baskneska.

9.  Kóreska.

10.  Matthías Jochumsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hrísey.

Á neðri myndinni má sjá þær Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Eins og endranær í þessari þraut: Ef fólk er þekkt með millinafni sínu, þá duga skírnar- og millinöfn. Þið fáið því rétt fyrir að segja Ólafía Hrönn og Katla Margrét, þótt föðurnöfn þeirra skorti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár