Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

551. spurningaþraut: Einangrað tungumál í Evrópu og annað í Asíu

551. spurningaþraut: Einangrað tungumál í Evrópu og annað í Asíu

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir eyjan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað gerði páfi merkilegast árið 1095?

2.  Zóróaster- eða Zaraþústra-trú er upprunnin á ákveðnu svæði í veröldinni sem samsvarar nokkuð nákvæmlega tilteknu nútímaríki. Hvaða svæði er það?

3.  Hver skrifaði skáldsöguna Meistarinn og Margaríta?

4.  Frá hvaða landi er sjónvarpsserían Squid Game?

5.  Hver var hinn upprunalegi Pegasus?

6.  Hvar töldu Stuðmenn sig eiga að troða upp í lok myndarinnar Með allt á hreinu?

7.  Paul Allen hét maður sem lést fyrir nokkrum árum. Árið 1975 stofnaði hann fyrirtæki eitt ásamt félaga sínum, sem hét ... ?

8.  Þau tungumál eru stundum kölluð „einangruð“ sem eru ekki skyld neinum öðrum tungumálum, ekki einu sinni tungumálum í nágrenninu. Í Evrópu er aðeins eitt sannkallað einangrað tungumál af þessu tagi. Hvað er það?

9.  Það einangraða tungumál sem útbreiddast er, það er hins vegar við lýði í Asíu, þar sem það er talað af 77 milljónum manna, fyrst og fremst í tveimur löndum. Hvaða tungumál er það?

10.  Hver orti ljóðið við íslenska þjóðsönginn?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni að neðan má sjá tvo meðlimi hinnar vinsælu hljómsveitar Heimilistóna. Hvað heita þær? 

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Boðaði fyrstu krossferðina til Landsins helga.

2.  Persía eða Íran.

3.  Búlgakov.

4.  Suður-Kóreu.

5.  Vængjaður hestur.

6.  Í Tívolí í Kaupmannahöfn.

7.  Bill Gates.

8.  Baskneska.

9.  Kóreska.

10.  Matthías Jochumsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Hrísey.

Á neðri myndinni má sjá þær Ólafíu Hrönn Jónsdóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur. Eins og endranær í þessari þraut: Ef fólk er þekkt með millinafni sínu, þá duga skírnar- og millinöfn. Þið fáið því rétt fyrir að segja Ólafía Hrönn og Katla Margrét, þótt föðurnöfn þeirra skorti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár