Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“

Stjórn­mála­fræði­pró­fess­or­inn Hann­es Hólm­steinn Giss­ur­ar­son hélt fyr­ir­lest­ur á ráð­stefnu um lög­gæslu og af­brota­varn­ir með heim­speki­legu ívafi. Hann sagði að inn­herja­við­skipti væru ekki órétt­lát, sam­kvæmt kenn­ing­um mið­aldag­uð­fræð­ings, og að skattasnið­ganga væri í reynd dyggð en ekki löst­ur.

Hannes Hólmsteinn: „Skattasniðganga er dyggð“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson Prófessor í stjórnmálafræði sem meðal annars hefur kennt stjórnmálaheimspeki. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á ráðstefnunni Löggæsla og samfélagið á Akureyri í gær, sem hafði þemað afbrotavarnir og fjallaði um „aðferðir og aðgerðir til að draga úr afbrotum og áhrifum þeirra á samfélagið“, skilgreindi stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skattasniðgöngu sem dyggð og sagði  innherjaviðskipti ekki vera óréttlát.

„Innherjaviðskipti eru ekki óréttlát, en ekki heldur gjafmild,“ sagði Hannes. Í fyrirlestrinum byggði hann á kenningum heilags Tómasar frá Akvínas, 13. aldar guðfræðings og heimspekings sem lagði grunninn að heimspekilegri nálgun kaþólsku kirkjunnar, eins og hann hefur gert undanfarin ár.

Innherjaviðskipti geta verið ólögleg, en þau eru til dæmis viðskipti sem eigandi eða starfsmaður fyrirtækis á markaði, eða aðrir sem hafa trúnaðarupplýsingar um stöðu þess, stundar með hluti fyrirtækisins þegar hann býr yfir upplýsingum sem munu fyrirsjáanlega lækka eða hækka gengi þeirra. Í skilgreiningu héraðssaksóknara segir að viðskiptin geti ýmist verið lögmæt eða ólögmæt. „Ræðst það oftast af því hvort innherjinn hafði aðgang að eða bjó yfir innherjaupplýsingum þegar til viðskiptanna var stofnað.“

Klám synd, en ekki innherjaviðskipti

„Ég ræddi um vændi, klám, innherjaviðskipti og skattasniðgöngu og fór eftir greiningu heilags Tómasar af Akvínas, sem vildi, að ríkið einbeitti sér að því að vernda okkur fyrir ræningjum og ofbeldisseggjum, en léti okkur í friði um smásyndir, sem ekki sköðuðu aðra,“ sagði Hannes á Facebook í dag um fyrirlesturinn. 

Í fyrirlestrinum fjallaði Hannes um það sem hann kallaði glæpi án fórnarlambs. Hann flokkaði klám og vændi sem syndir, en skattasniðgöngu sem dyggð. „Skattasniðganga ætti að vera dæmd af niðurstöðunni, ekki af ásetningnum. Hún er dyggð, sparsemi,“ sagði hann.

Hannes er þar ekki að ræða um skattsvik sem slík, en oft eru þó mörkin milli skattsvika og skattaundanskota óljós. Hannes hefur áður haldið því fram að „siðferðislega óréttlætanlegt“ hafi verið hjá norrænum bankastofnunum að kaupa eignir föllnu íslensku bankanna eftir fjármálahrunið „fyrir smánarverð“, á mælikvarða heilgas Tómasar.

„Undirliggjandi spurning er hver á þig, og eignir þínar, sérþekkingu og getu til tekjuöflunar, þú sjálf(ur) eða einhver annar, til dæmis samfélagið,“ sagði Hannes á ráðstefnunni í gær.

Starfar fyrir hugveitu

Hannes Hólmsteinn hefur um árabil verið áberandi sem talsmaður frjálshyggju á Íslandi og var löngum einn helsti hugmyndafræðingur Sjálfstæðisflokksins, ekki síst í formannstíð vinar hans, Davíðs Oddssonar, sem nú er ritstjóri Morgunblaðsins. Auk þess að vera æviráðinn prófessor við Háskóla Íslands, fékk Hannes meðal annars það hlutverk hjá Bjarna Benediktssyni, þá fjármálaráðherra, árið 2014, að rannsaka erlendar orsakir íslenska bankahrunsins, en meðal niðurstaða hans var að „ekkert [væri] nauðsynlega rangt við innherjaviðskipti eða að þau ættu endilega að vera ólögleg“. 

Hann hefur starfað sem forstöðumaður rannsókna hjá Rannsóknarsetri um nýsköpun og hagvöxt. Í stjórn rannsóknarsetursins, sem stofnað var 2012, eru meðal annars Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Gísli Hauksson, fyrrverandi forstjóri GAMMA og Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár