Reglugerð um starfslokasamninga, sem Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ber að setja samkvæmt lögum sem tóku gildi árið 2016, hefur enn ekki verið sett. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði í vor starfslokasamning við Hjört Braga Sverrisson, fráfarandi formann kærunefndar útlendingamála, þrátt fyrir að hann hefði tilkynnt um yfirvofandi starfslok og að hann myndi biðjast lausnar.
„Umræddar reglur eru í vinnslu og er gert ráð fyrir að þær verði birtar á næstunni,“ segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.
Í starfslokasamningi Hjartar Braga, sem ráðuneytið afhenti Stundinni, kemur fram að hann fær full laun út febrúar 2022, þrátt fyrir að hafa tilkynnt 15. apríl síðastliðinn að hann hefði þegið nýtt starf erlendis. Verði laun nýs formanns kærunefndar útlendingamála hækkuð á þessu tímabili munu laun og kjör Hjartar Braga einnig hækka. Samningurinn hljóðar þannig upp á 10 mánaða launagreiðslur, en almennur uppsagnarfrestur embættismanna er …
Athugasemdir