Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra gerði starfs­loka­samn­ing við formann kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála sem hugð­ist hætta. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hef­ur ekki sett reglu­gerð um slíka samn­inga síð­an lög sem kveða á um slíkt voru sam­þykkt ár­ið 2016.

Fimm ára bið eftir reglum um starfslokasamninga
Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Fjármálaráðherra hefur ekki sett reglugerð um starfslokasamninga, en dómsmálaráðherra hefur gert minnst tvo slíka samninga við embættismenn síðustu tvö ár. Mynd: Pressphotos

Reglugerð um starfslokasamninga, sem Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra ber að setja samkvæmt lögum sem tóku gildi árið 2016, hefur enn ekki verið sett. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gerði í vor starfslokasamning við Hjört Braga Sverrisson, fráfarandi formann kærunefndar útlendingamála, þrátt fyrir að hann hefði tilkynnt um yfirvofandi starfslok og að hann myndi biðjast lausnar.

„Umræddar reglur eru í vinnslu og er gert ráð fyrir að þær verði birtar á næstunni,“ segir í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Í starfslokasamningi Hjartar Braga, sem ráðuneytið afhenti Stundinni, kemur fram að hann fær full laun út febrúar 2022, þrátt fyrir að hafa tilkynnt 15. apríl síðastliðinn að hann hefði þegið nýtt starf erlendis. Verði laun nýs formanns kærunefndar útlendingamála hækkuð á þessu tímabili munu laun og kjör Hjartar Braga einnig hækka. Samningurinn hljóðar þannig upp á 10 mánaða launagreiðslur, en almennur uppsagnarfrestur embættismanna er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu