Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

537. spurningaþraut: Í fyrsta sinn er hægt að fá lárviðarstig með eikarlaufum!

537. spurningaþraut: Í fyrsta sinn er hægt að fá lárviðarstig með eikarlaufum!

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir dýrið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Á einni lítilli plánetu í sólkerfi okkar háttar svo að þar er meira en 400 gráðu hiti á þeirri hlið sem snýr að sólu en 180 gráðu frost á hliðinni sem snýr frá sólinni. Hvaða pláneta er þetta?

2.  Plánetan er eins og aðrar í sólkerfi nefnd eftir grískum eða rómverskum guði eða gyðju. Hvað var helsta hlutverk þess guðs sem þessi pláneta heitir eftir?

3.  Gráðurnar, sem ég nefndi áðan, eru mældar á kvarða sem kenndur var við stjörnufræðinginn, efnafræðinginn og stærðfræðinginn Celsius. Hverrar þjóðar var Celsius?

4.  Celsius-kvarðinn er ekki eini kvarðinn sem notaður er eða hefur verið notaður til að mæla hita og kenndur við einstakling. Nefnið að minnsta kosti tvo aðra. Þið megið nefna eins marga og þið viljið, en fáið ekki stig (og þá aðeins eitt) nema fyrir tvö nöfn. En ef þið hafið rétt öll sjö nöfnin sem ég veit um, þá fáiði lárviðarstig með eikarlaufum!

5.  Í nokkur ár framan af tíunda áratug síðustu aldar var starfandi hljómsveit sem hét Pláhnetan. Prímus mótor í þeirri hljómsveit var söngvari sem var nú og er kunnari fyrir söng sinni með annarri — og langlífari — dægurlagahljómsveit af vandaðra taginu. Hver var söngvari Pláhnetunnar?

6.  Hvað heitir höfuðborgin í Íran?

7.  Katrín Jakobsdóttir varð ráðherra fyrst árið 2009. Hvaða ráðherraembætti tók hún þá við?

8.  „Ponja“ er nepalska orðið yfir bambus. Það er líka notað, örlítið breytt, um ákveðið dýr. Hvaða dýr?

9.  Hvað heitir annars höfuðborgin í Nepal?

10.  Jón L. Árnason, Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson voru (og eru) allir kunnir kappar í ... hvaða grein?

***

Seinni aukaspurning:

Hvar er ljósmyndin hér að neðan tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Merkúr.

2.  Sendiboði.

3.  Sænskur.

4.  Fahrenheit, Kelvin, Réamur, Rømer, Rankin, Newton, Delisle. Þið megið sem sé sæma ykkur lárviðarstigi með eikarlaufum ef þið höfðuð öll sjö nöfnin rétt!

5.  Stefán Hilmarsson.

6.  Teheran.

7.  Menntamálaráðherra.

8.  Panda.

9.  Katmandú.

10.  Skák.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Komódo dreki.

Neðri myndin er frá Stokkhólmi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár