Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hefur beðist afsökunar og segist harma stöðuna sem upp er komin eftir talningu og endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Ábyrgðin sé hennar en ekki talningarfólks eða starfsmanna á talningarstað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu yfirkjörstjórnarinnar.
„Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum,“ segir í henni.
Talning atkvæða og hvernig yfirkjörstjórnin stóðu að henni hefur stætt gagnrýni. Eftir að lokatölur í Alþingiskosningunum höfðu verið kynntar var tekin ákvörðun um að telja að nýju og fljótlega kom í ljós að ekki hafði verið rétt talið. Við það duttu fimm þingmenn út miðað við áður kynntar tölur og fimm nýir hlutu kjör. Sérstaklega hefur verið fundið að því að atkvæðin voru ekki …
Athugasemdir