Seðlabanki Íslands neitar að afhenda Stundinni úrskurð um niðurfellingu á kærumálum Samherja gegn fimm núverandi og fyrrverandi starfsmönnum bankans. Þetta kemur fram í svari frá Seðlabanka Íslands við fyrirspurn fjölmiðilsins um úrskurðinn.
Vorið 2019 kærði Samherji starfsmennina fimm fyrir meint brot í starfi í rannsókn bankans á meintum brotum útgerðarinnar á lögum um gjaldeyrismál. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu felldi niður rannsókn málsins og staðfesti ríkissaksóknari þá niðurstöðu í sumar. Embætti héraðssaksóknara sendi úrskurðinn í kjölfarið til Seðlabanka Íslands og til forsætisráðuneytisins og hefur fyrrnefnda stofnunin nú neitað að afhenda hann.
Eins og Stundin greindi frá fyrir skömmu lá kæran hjá embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum í tvö ár á meðan hún var í skoðun. Eiginleg sakamálarannsókn hófst aldrei og tímafrek gagnaöflun tafði málið, segir lögreglustjórinn Karl Ingi Vilbergsson. Starfsmennirnir sem voru kærðir voru þau Már Guðmundsson, Arnór …
Athugasemdir