Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Mér finnst þetta vera alveg ótrúleg upptalning“

Bjarni Bene­dikts­son hneyksl­að­ur á spurn­ingu um hneykslis­mál og hvort hann hafi glat­að trausti kjós­enda.

„Mér finnst þetta vera alveg ótrúleg upptalning“
Bjarni Benediktsson Svaraði fyrir lágar mælingar á fylgi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar og tengslum þess við hneykslismál. Mynd: RÚV

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var ósáttur við spurningu um hvort hann hefði glatað trausti kjósenda Sjálfstæðisflokksins í síðustu leiðtogaumræðunum fyrir alþingiskosningarnar á RÚV í kvöld.

„Mér finnst þetta í raun og veru vera alveg ótrúleg upptalning hjá þér, ef ég á að segja alveg eins og er,“ svaraði Bjarni.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttakona RÚV, spurði Bjarna: „En Sjálfstæðisflokkurinn, hann var 40 prósenta flokkur fyrir nokkrum árum síðan, nú berjist þið við að halda ykkur yfir 20 prósentum. Undanfarin ár hefur hvert hneykslismálið á fætur öðru riðið yfir flokkinn, og sum þessi hneykslismál hafa verið tengd þinni persónu. Ég er að nefna til dæmis bæði Vafningsmálið og Panamaskjölin, og nú síðast Ásmundarsalarmálið. Hefurðu glatað trausti kjósenda Sjálfstæðisflokksins og hefurðu einhvern tímann íhugað að hætta formennsku?“

Að sögn Bjarna hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki notið slíks fylgis í hans tíð. 

„Í fyrsta lagi að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið í 40 prósentum. Eigum við aðeins að koma í nútímann. Eigum við aðeins að spyrja okkur, hvað hefur gerst síðastliðin tíu ár? Hversu langt aftur eigum við að fara aftur til þess að spyrja okkur, hvað er eðlilegt fylgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn? Ég er búinn að vera í 18 ár. Hann hefur aldrei fengið 40 prósent í 18 ár, á meðan ég hef verið. Og á meðan ég hef verið, í tólf ár, þá höfum við verið á þessu bili. 23,6 upp í 29. Og við erum þar í þessari könnun, þannig að það er engin dramatík, það er ekkert stórkostlegt að gerast. Og þessi mál sem þú nefnir. Ég hef mætt hingað nógu oft og svarað fyrir þau og ég hef gengið undir dóm kjósenda mjög oft. Við erum stærsti flokkurinn. Við eigum fyrsta þingmann í hverju einasta kjördæmi í dag. Og við erum bjartsýn fyrir morgundaginn. Þannig að ég hélt ekki að ég væri að fara að koma hingað til þess að ræða mál sem við töluðum um fyrir kosningarnar 2013. Við erum að tala hér um framtíðina. Uppgjör á þessu kjörtímabili og horfa til framtíðar, og við erum spennt fyrir framtíðinni. Og það eru kjósendur líka.“ 

Í nýjustu könnun Gallup, sem kynnt var í kvöld, hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn 23,4% stuðning.

Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar vilja 12,5% að Bjarni verði næsti forsætisráðherra, þótt Sjáfstæðisflokkurinn mælist með 22% stuðning í sömu könnun. 42% að Katrín Jakobsdóttir haldi stöðunni. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja að Katrín verði forsætisráðherra en Bjarni, samkvæmt könnuninni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár