Nú eru að hefjast í París umfangsmestu réttarhöld sem þar hafa verið haldin og menn hika ekki við að kalla söguleg: Réttarhöldin yfir þeim sem frömdu fjöldamorðin í tónleikasalnum Bataclan og víðar í París 13. nóvember 2015, þegar 130 manns létu lífið. Það eru mestu hryðjuverk sem framin hafa verið í borginni, síðan á Bartólómeusarmessunni á 16. öld.
Fjórtán menn koma fyrir rétt, meðal þeirra er Salah Abdeslam, sá eini sem nú er á lífi af hryðjuverkamönnunum sjálfum, aðrir eru ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í að undirbúa fjöldamorðin og veitt morðingjasveitinni aðstoð á ýmsan hátt. Að auki eru sex sakborningar fjarverandi, einn situr í steininum í Tyrklandi, til annarra hefur spurst í Sýrlandi en þeir eru nú sennilega látnir.
Réttarhöldin fara fram í gömlu dómhöllinni á eynni úti í Signu – L’île de la Cité – og til alls öryggis hefur verið byggður vel varinn dómsalur inni í …
Athugasemdir