Jafnvel þetta mun líða hjá
Alda Björk Valdimarsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði.
Við veltum okkur kannski of mikið upp úr hamingjunni og gerum líklega of miklar kröfur til hennar. Við erum sólgin í hamingjuna. Það er ekki nóg að vera hlýtt og fá að nærast og mörgum okkar þykir ekki nóg að vera vel efnuð, eiga börn, maka, vera í vinnu. Við hringsnúumst í kringum hana eins og fylgitungl og komumst í raun aldrei að henni. Hamingjan er líka hverful, hún táldregur og fólk keppir í henni eins og flestu öðru. Þegar öllu er á botninn hvolft er hún kannski bara kaldur staður jafnvægisins þar sem sársaukanum yfir því sem þú hefur þegar misst og glatað er tímabundið vikið burt. Hvernig ræktar maður svo brothætta hamingjuna? Þegar erfiðleikar steðja að er gott að minna sig á persneska orðskviðinn sem soldáninn lét rista inn í hring sinn: Jafnvel þetta mun líða …
Athugasemdir