Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Birkir Jón stígur tímabundið til hliðar

Bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins og stjórn­ar­mað­ur hjá Sorpu er far­inn í leyfi vegna veik­inda og veit ekki hvenær hann mun snúa aft­ur.

Birkir Jón stígur tímabundið til hliðar

Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokksins í Kópavogi, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á bæjarráðsfundi í gær. Þá starfar Birkir Jón einnig sem varaformaður stjórnar Sorpu fyrir hönd Kópavogsbæjar og hefur hann tilkynnt Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, að hann muni ekki sitja sem varaformaður stjórnarinnar á meðan hann er í leyfi. Birkir Jón starfaði sem formaður stjórnar Sorpu á árunum 2018 til 2020.

Í samtali við Stundina segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, að Birkir Jón sé að taka leyfið vegna persónulegra ástæðna og ætli sér að snúa aftur til starfa þann 31. október næstkomandi. 

Þetta staðfestir Birkir Jón í samtali við Stundina, en segir að um veikindaleyfi sé að ræða. Spurður hvort að hann muni snúa aftur til starfa þann 31. október segir hann að það verði að koma í ljós.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár