Birkir Jón Jónsson, bæjarfulltrúi framsóknarflokksins í Kópavogi, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi á bæjarráðsfundi í gær. Þá starfar Birkir Jón einnig sem varaformaður stjórnar Sorpu fyrir hönd Kópavogsbæjar og hefur hann tilkynnt Jóni Viggó Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Sorpu, að hann muni ekki sitja sem varaformaður stjórnarinnar á meðan hann er í leyfi. Birkir Jón starfaði sem formaður stjórnar Sorpu á árunum 2018 til 2020.
Í samtali við Stundina segir Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar, að Birkir Jón sé að taka leyfið vegna persónulegra ástæðna og ætli sér að snúa aftur til starfa þann 31. október næstkomandi.
Þetta staðfestir Birkir Jón í samtali við Stundina, en segir að um veikindaleyfi sé að ræða. Spurður hvort að hann muni snúa aftur til starfa þann 31. október segir hann að það verði að koma í ljós.
Athugasemdir