Samherji bauð Karl Eskil Pálssyni, fjölmiðlamanni á N4, vinnu sem upplýsingafulltrúa fyrirtækisins og að sögn Karls var staðan aldrei auglýst. Á meðan Karl starfaði á N4 framleiddi fjölmiðillinn kostaða dagskrárgerð fyrir Samherja og fjallaði töluvert um fyrirtækið en ekkert um framferði þeirra í Namibíu.
Karl segir í samtali við Stundina að hann geri ráð fyrir því að Samherji hafi leitað til hans vegna þess að „þeir viti hver ég er og fyrir hverju ég stend“.
Varla upplýsingafulltrúi
„Ég er nú varla upplýsingafulltrúi. Ég miðla upplýsingum,“ segir Karl í samtali við Stundina.
Aðspurður um það hvort það væri ekki það sem fælist í starfi upplýsingafulltrúa að miðla upplýsingum segist hann hafa velt því fyrir sér hvað upplýsingafulltrúi gerði. „Ég var aðeins að velta þessu fyrir mér, þú veist, hvað gerir upplýsingafulltrúi?“
„Vegna starfa minna undanfarna áratugi þekki ég nokkuð til starfsemi og innviða Samherja, sem er án efa eitt tæknivæddasta …
Athugasemdir