Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir þá bræður ekki hafa þurft á DK-milljónunum að halda

Bræð­urn­ir Magnús og Dag­bjart­ur Páls­syn­ir voru tekju­hæst­ir Hafn­firð­inga á síð­asta ári eft­ir sölu á fyr­ir­tæki þeirra DK hug­bún­aði. Dag­bjart­ur seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi skil­að þeim það góð­um pen­ing­um í mörg ár að þeir hafi ekki þurft á sölu­hagn­að­in­um að halda.

Segir þá bræður ekki hafa þurft á DK-milljónunum að halda
Bræður efstir á lista Magnús og Dagbjartur höfðu því sem næst sömu tekjur á síðasta ári, þó Magnús hefði vinninginn svo nam 200 þúsund krónum.

Magnús Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar, hafði hæstar tekjur Hafnfirðinga árið 2020, þó með afar litlum mun því Dagbjartur Pálsson bróðir hans, einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar, fylgir fast á hæla hans. Birna Loftsdóttir, ein eigenda Hvals hf. er í þriðja sæti.

Magnús hafði tekjur upp á rúmar 407 milljónir króna á síðasta ári, þar af tæpar 384 milljónir í fjármagnstekjur, sem tilkomnar eru vegna sölunnar á DK hugbúnaði á síðasta ári. Af því greiddi hann rúmar 93 milljónir króna í skatta, þar af 84 í fjármagnstekjuskatt. Þetta gerir hann þó ekki að skattakóngi Hafnarfjarðar árið 2020. Sá sem þann titil hlýtur er Sigurður Ólason fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs hjá Marel.

Sigurður hafði 281 milljón króna í tekjur á síðasta ári, því sem næst allt launatekjur því fjármagnstekjur hans námu aðeins tæpri milljón króna. Sigurður greiddi 127 milljónir króna í skatta á síðasta ári og er því skattakóngur Hafnarfjarðar. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekjuhæsta eina prósentinu með undir 500 þúsund í mánaðarlaun
FréttirTekjulistinn 2021

Tæp tvö hundruð manns í tekju­hæsta eina pró­sent­inu með und­ir 500 þús­und í mán­að­ar­laun

Á lista yf­ir tekju­hæsta 1% Ís­lend­inga eru 189 manns með und­ir 500 þús­und á mán­uði í laun en með­al­laun Ís­lend­inga í fullu starfi eru 670 þús­und krón­ur á mán­uði. Af þess­um 189 ein­stak­ling­um greiddu 27 þeirra ekk­ert í út­svar. Tekj­ur þessa Ís­lend­inga eru fyrst og fremst fjár­magn­s­tekj­ur.
Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár