Magnús Pálsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar, hafði hæstar tekjur Hafnfirðinga árið 2020, þó með afar litlum mun því Dagbjartur Pálsson bróðir hans, einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar, fylgir fast á hæla hans. Birna Loftsdóttir, ein eigenda Hvals hf. er í þriðja sæti.
Magnús hafði tekjur upp á rúmar 407 milljónir króna á síðasta ári, þar af tæpar 384 milljónir í fjármagnstekjur, sem tilkomnar eru vegna sölunnar á DK hugbúnaði á síðasta ári. Af því greiddi hann rúmar 93 milljónir króna í skatta, þar af 84 í fjármagnstekjuskatt. Þetta gerir hann þó ekki að skattakóngi Hafnarfjarðar árið 2020. Sá sem þann titil hlýtur er Sigurður Ólason fyrrverandi framkvæmdastjóri fiskiðnaðarseturs hjá Marel.
Sigurður hafði 281 milljón króna í tekjur á síðasta ári, því sem næst allt launatekjur því fjármagnstekjur hans námu aðeins tæpri milljón króna. Sigurður greiddi 127 milljónir króna í skatta á síðasta ári og er því skattakóngur Hafnarfjarðar. …
Athugasemdir