Stjórn norska laxeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon (NRS), móðurfélags íslenska laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Ísafirði, telur að tilboð norska laxeldisrisans Salmar AS í félagið sé betra en tilboð norska laxeldisfyrirtækisins NTS. Bæði félögin hafa boðið í Norway Royal Salmon, NTS bauð 240 norskar krónur á hlut í félagið ánn 11. ágúst síðastliðinn en Salmar yfirbauð svo NTS um 30 krónur norskar og bauð 270 hlut í síðustu viku. Mat stjórnarinnar hjá Norway Royal Salmon kemur fram í tilkynningu til norsku kauphallarinnar.
Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku lagði Salmar fram tilboð upp á 166 milljarða króna, 11,8 milljarða norskra króna, í Norway Royal Salmon í síðustu viku.
Mikilvægi Íslands
Salmar er meirihlutaeigandi stærsta laxeldisfyrirtækis Íslands, Arnarlax, og er talað um það í fréttum um málið í Noregi hversu miklu máli þessi staðreynd skiptir.
Eins og …
Athugasemdir