Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Hefði helst viljað vera í fyrsta sæti“

Pét­ur Björns­son var í öðru sæti á lista yf­ir skattakónga Reykja­vík­ur og því þriðja á heild­arlist­an­um.

„Hefði helst viljað vera í fyrsta sæti“

Þú ert í þriðja sæti listans. Hvernig blasir það við þér?

Ég trúi þessu ekki. 

Þú verður að trúa þessu. Þetta er svona. En af hverju trúir þú þessu ekki?

Jújú, ég vissi alveg að hverju stefndi. 

Jæja, það er þá eitthvað. En ég er að spá í starfstitlinum þínum, hver er hann?

Ég er framkvæmdastjóri og stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum.

Þannig engu einu sérstaklega? Þannig að ég myndi bara segja framkvæmdastjóri?

Jájá, það er bara nokkuð nærri lagi. 

Hvernig finnst þér að vera í þriðja sæti?

Ég hefði nú helst viljað vera í fyrsta sæti. En það þýðir ekkert að fást um það. 

Þú ert kannski ekkert það langt frá því að vera í fyrsta sæti. Þú ert með 1,4 milljarða meðan sá sem er í fyrsta er með 1,9. Svo þú ert allavega með ríflega milljarð.  

Já, það eru sölutekjurnar. Ég seldi hlut í fyrirtæki sem ég átti. 

Nú jæja, hvaða fyrirtæki var það?

Það heitir Ísfell. 

Og hagnaðistu svona rosalega á því?

Já. þetta er stórt fyrirtæki og ég er búinn að eiga það í 30 ár. 

Til hamingju með söluna. 

Jájá, þetta hefur gengið vel. 

Já, greinilega hefur þetta gengið vel fyrst þú fékkst 1,4 milljarða, þetta er svo há upphæð. En hvað ætlar þú að gera við alla þessa peninga?

Ég er nú búinn að eyða þeim öllum fyrir löngu síðan. 

Ertu búinn að eyða þeim öllum?

Neinei, ég er að grínast. Ég byrjaði á því að borga upp allar skuldir í þeim fyrirtækjum sem ég kem að. Síðan hef ég verið að fjárfesta hér og þar og svo framvegis. Það verður nú bara að vera mitt mál. 

En ætlar þú ekki að kaupa þér neitt flott?

Eitthvað flott?

Hús, bíl … ég veit ekki hvað fólk kaupir þegar það á svona mikið af peningum. 

Ég á nóg af öllu. 

Þannig að það er ekkert á listanum? Bara nú loksins á ég 1,4 milljarða ætla ég loksins að kaupa mér þetta?

Nei, en ég keypti mér reyndar nýjan bíl en hann var ekkert rosalega dýr. 

En hvað er þá næst hjá þér? Þú ert búinn að selja hlutinn, hvað tekur við?

Ég held bara áfram, ég er í svo mörgu. Ég er meira að segja enn þá stjórnarformaður Ísfells þó ég sé búinn að selja hlutinn minn. 

Af því að það er svo gaman eða hvað?

Þetta var vinur minn sem átti fyrirtækið á móti mér sem keypti hlutinn, eða hann og framkvæmdastjóri félagsins. Þeir keyptu og eiga Ísfell í dag. Hann bað mig um að vera áfram. Mér rann blóðið til skyldunnar því mér þykir vænt um fyrirtækið og vænt um þetta fólk. 

Hvað gerir þetta fyrirtæki? Og hvað ertu búinn að eiga það lengi?

Ég stofnaði það árið 1992. Ísfell bæði selur efni til veiðarfæragerðar og býr til veiðarfæri og þjónustar veiðarfæri við flotann allt í kringum landið. Auk þess seljum við og þjónustum hífingarbúnað fyrir til dæmis stóriðjufyrirtækin í landinu og fyrir byggingarverktaka og skipafélögin og allt þess háttar. Síðan reistum við á síðasta ári fullkomna þjónustustöð fiskeldiskvíar í Hafnarfirði sem við tökum kvíarnar þegar þær eru búnar að vera í sjónum í eitt og hálft ár, þá eru þær orðnar mjög grónar þannig að við tökum við kvíunum og setjum þær í stóra þvottavél, þvoum þær, förum yfir netið og gerum við öll göt sem kunna að vera þar og gerðum styrkleikapróf á þeim. Síðan litum við kvíarnar og þurrkum þannig að þær séu tilbúnar í næstu vinnu.

En hvaðan kemur þú, hvað lærðir þú? Hvernig komstu þér í þetta allt saman?

Ég er fæddur og upptalinn í nyrsta kauptúni á Íslandi sem þú sem blaðamaður átt að vita hvað er. 

Ég veit það ekki. Ég er svo nýr blaðamaður, sjáðu til. 

Er það. Ertu bara kjúlli? 

Já, ég er bara kjúlli. 

Ég er frá Raufarhöfn sem er norður á Melrakkasléttu. 

Og hvað lærðir þú? Hvernig komstu þér í þetta allt?

Ég skal nú segja þér fór bara hefðbundna leið. Ég fór í menntaskóla, Menntaskólann á Akureyri og fór svo í Stýrimannaskóla. Ég var alinn upp við sjóinn. Pabbi og afi voru sjómenn og útgerðarmenn. 

Komstu inn í þetta í gegnum þá? Í bissnessinn?

Nei, þú verður að hafa smá þolinmæði ef þú vilt fá söguna. 

Já, fyrirgefðu. Mér finnst þetta svo skemmtileg saga að ég hef ekki hemil á mér. 

Síðan fór ég í Stýrimannaskóla og á sjóinn í eitt og hálft ár. Þá fórum við aftur til Reykjavíkur og í meira nám, konan mín fór í Kennaraháskólann, ég fór í Tækniskólann í útgerðardeild. Svo fór ég að vinna í landi á meðan að konan mín var að klára námið. Þá vorum við bara á leiðinni norður á Raufarhöfn þar sem við ætluðum að setjast að, þegar mér bauðst starf úti í Englandi. Starf við að afgreiða íslensk fiskiskip. Þar ætluðum við að vera í tvö ár svona til þess að víkka sjóndeildarhringinn aðeins áður en við færum nú að festa okkur á Raufarhöfn. Til að gera langa sögu stutta þá komum við heim sextán árum síðar. 

En búið þið núna í Reykjavík?

Já, við erum búin að búa í Reykjavík síðan við komum heim árið 1997. Ég var að vinna hjá ensku fyrirtæki í fimm ár, þá stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki og sá rekstur gekk mjög vel. Á meðan ég var þarna úti þá stofnaði ég Ísfell með bróður mínum og öðrum manni og hef semsagt verið stjórnarformaður þess félags frá því það var stofnað fyrir að verða 30 árum. 

Vá. Þannig að maður þarf eiginlega að koma sér í útgerðina ef maður ætlar að verða svona ríkur?

Ég held nú að þú getir farið í flestar greinar hérna heima og fundið menn með fyrirtæki sem eru meira virði heldur en þetta. 

Þeir eru ekki í þriðja sæti á listanum. 

Nei, af því að þeir eru ekki búnir að vera að selja. 

Nei, einmitt.

Hver er í efsta sæti?

Inga Dóra Sigurðardóttir

Hver er hún?

Stærðfræðikennari. 

Hahahaha. Svo ert þú að tala um útgerð. 

Heyrðu, maðurinn sem er í öðru sæti er líka útgerðarmaður. Þetta er ekkert svo galið.

Hver er það?

Hann heitir Ragnar Guðjónsson. 

Já, hann Raggi. Hann átti Esjar. 

Nákvæmlega. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár