„Við vorum að selja eignir“

Bene­dikt Guð­munds­son er í þriðja sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­ling­ana á Vest­fjörð­um.

„Við vorum að selja eignir“

Þú ert í þriðja sæti á Vestfjörðum, hvernig blasir það við þér?

Það er ekkert annað. 

Það er bara ekkert annað. Hvað finnst þér um það?

Ég vissi svosem að þetta væri hátt. 

Já, er það?

Já. 

Ég meina heildarárstekjurnar þínar eru 229 milljónir. Það er svolítið mikið. 

Tjaaaaah. Þetta eru ekki tekjur. Við vorum að selja eignir, sko. 

Nú hvaða eignir voruð þið að selja?

Við vorum að selja bara ævistarfið. 

Hvaða ævistarf er það?

Við erum búin að vera með útgerð í 40 ár, nei meira, 50 ár. Þetta er bara rugl, þetta eru ekki tekjur, sem er verið að birta þarna. 

Ég sé að þú ert með 217 milljónir í fjármagnstekjur fyrir seinasta ár. Og 996 þúsund í laun. Þannig að þetta eru fjármagnstekjurnar fyrst og fremst sem koma þér á listann. 

Já, það er ekkert annað. Ég var hættur að vinna í ágúst á seinasta ári. Ég var ekki á neinum launum eftir 1. ágúst, sko. Þá var ég hættur að vinna. 

Hvaða útgerð er þetta?

Þessi útgerð hét Páll Helgi ehf. 

Væri þá rétt að titla þig sem útgerðarmaður? 

Ekki lengur. Ég var það. 

Hvernig myndir þú titla þig núna?

Nú, bara atvinnulausan aumingja. 

Atvinnulausan aumingja! 

Nei, ég er bara eldri borgari. Er orðinn 71 árs og hættur að vinna. Ég veit ekki hvað á að kalla það fólk. 

En hvað ætlarðu að gera við 229 milljónir?

Heyrðu, það fer nú 50 milljónir af þessu í skatt. 

Já, en restin, hvað með hana?

Restin, ja, ég er búinn að fjárfesta í íbúð í Kópavoginum. Ég ætla að búa þar. Ég er fluttur þangað. 

Það er eitthvað, en hvað með restina? Hvað ætlar þú að gera við þetta allt?

Það má andskotinn vita hvað verður gert við þetta. Lifa af þessu. 

Já, vonandi. 

Vonandi lifir maður eitthvað af þessu næstu árin. Þetta dugar einhver ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár