Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Við vorum að selja eignir“

Bene­dikt Guð­munds­son er í þriðja sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­ling­ana á Vest­fjörð­um.

„Við vorum að selja eignir“

Þú ert í þriðja sæti á Vestfjörðum, hvernig blasir það við þér?

Það er ekkert annað. 

Það er bara ekkert annað. Hvað finnst þér um það?

Ég vissi svosem að þetta væri hátt. 

Já, er það?

Já. 

Ég meina heildarárstekjurnar þínar eru 229 milljónir. Það er svolítið mikið. 

Tjaaaaah. Þetta eru ekki tekjur. Við vorum að selja eignir, sko. 

Nú hvaða eignir voruð þið að selja?

Við vorum að selja bara ævistarfið. 

Hvaða ævistarf er það?

Við erum búin að vera með útgerð í 40 ár, nei meira, 50 ár. Þetta er bara rugl, þetta eru ekki tekjur, sem er verið að birta þarna. 

Ég sé að þú ert með 217 milljónir í fjármagnstekjur fyrir seinasta ár. Og 996 þúsund í laun. Þannig að þetta eru fjármagnstekjurnar fyrst og fremst sem koma þér á listann. 

Já, það er ekkert annað. Ég var hættur að vinna í ágúst á seinasta ári. Ég var ekki á neinum launum eftir 1. ágúst, sko. Þá var ég hættur að vinna. 

Hvaða útgerð er þetta?

Þessi útgerð hét Páll Helgi ehf. 

Væri þá rétt að titla þig sem útgerðarmaður? 

Ekki lengur. Ég var það. 

Hvernig myndir þú titla þig núna?

Nú, bara atvinnulausan aumingja. 

Atvinnulausan aumingja! 

Nei, ég er bara eldri borgari. Er orðinn 71 árs og hættur að vinna. Ég veit ekki hvað á að kalla það fólk. 

En hvað ætlarðu að gera við 229 milljónir?

Heyrðu, það fer nú 50 milljónir af þessu í skatt. 

Já, en restin, hvað með hana?

Restin, ja, ég er búinn að fjárfesta í íbúð í Kópavoginum. Ég ætla að búa þar. Ég er fluttur þangað. 

Það er eitthvað, en hvað með restina? Hvað ætlar þú að gera við þetta allt?

Það má andskotinn vita hvað verður gert við þetta. Lifa af þessu. 

Já, vonandi. 

Vonandi lifir maður eitthvað af þessu næstu árin. Þetta dugar einhver ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár