Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Við vorum að selja eignir“

Bene­dikt Guð­munds­son er í þriðja sæti á lista yf­ir tekju­hæstu ein­stak­ling­ana á Vest­fjörð­um.

„Við vorum að selja eignir“

Þú ert í þriðja sæti á Vestfjörðum, hvernig blasir það við þér?

Það er ekkert annað. 

Það er bara ekkert annað. Hvað finnst þér um það?

Ég vissi svosem að þetta væri hátt. 

Já, er það?

Já. 

Ég meina heildarárstekjurnar þínar eru 229 milljónir. Það er svolítið mikið. 

Tjaaaaah. Þetta eru ekki tekjur. Við vorum að selja eignir, sko. 

Nú hvaða eignir voruð þið að selja?

Við vorum að selja bara ævistarfið. 

Hvaða ævistarf er það?

Við erum búin að vera með útgerð í 40 ár, nei meira, 50 ár. Þetta er bara rugl, þetta eru ekki tekjur, sem er verið að birta þarna. 

Ég sé að þú ert með 217 milljónir í fjármagnstekjur fyrir seinasta ár. Og 996 þúsund í laun. Þannig að þetta eru fjármagnstekjurnar fyrst og fremst sem koma þér á listann. 

Já, það er ekkert annað. Ég var hættur að vinna í ágúst á seinasta ári. Ég var ekki á neinum launum eftir 1. ágúst, sko. Þá var ég hættur að vinna. 

Hvaða útgerð er þetta?

Þessi útgerð hét Páll Helgi ehf. 

Væri þá rétt að titla þig sem útgerðarmaður? 

Ekki lengur. Ég var það. 

Hvernig myndir þú titla þig núna?

Nú, bara atvinnulausan aumingja. 

Atvinnulausan aumingja! 

Nei, ég er bara eldri borgari. Er orðinn 71 árs og hættur að vinna. Ég veit ekki hvað á að kalla það fólk. 

En hvað ætlarðu að gera við 229 milljónir?

Heyrðu, það fer nú 50 milljónir af þessu í skatt. 

Já, en restin, hvað með hana?

Restin, ja, ég er búinn að fjárfesta í íbúð í Kópavoginum. Ég ætla að búa þar. Ég er fluttur þangað. 

Það er eitthvað, en hvað með restina? Hvað ætlar þú að gera við þetta allt?

Það má andskotinn vita hvað verður gert við þetta. Lifa af þessu. 

Já, vonandi. 

Vonandi lifir maður eitthvað af þessu næstu árin. Þetta dugar einhver ár. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.
Hvetja Sönnu áfram og segja tómarúm á vinstri væng stjórnmálanna
6
Fréttir

Hvetja Sönnu áfram og segja tóma­rúm á vinstri væng stjórn­mál­anna

„Stönd­um með Sönnu!“ er yf­ir­skrift und­ir­skrift­arlista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ingi við Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ir. Bent er á að flokk­ur henn­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur Ís­lands, hef­ur ekki brugð­ist við van­trausts­yf­ir­lýs­ingu á hend­ur Sönnu sem eitt svæð­is­fé­laga hans birti á dög­un­um og að þögn­in sé óá­sætt­an­leg.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár