„Ég geri ekki neitt núna“

Páll þór Guð­munds­son er í þriðja sæti á lista yf­ir þá tekju­hæstu í Vest­manna­eyj­um.

„Ég geri ekki neitt núna“

Þú ert í þriðja sæti yfir þá sem hafa grætt mestu skatta í Vestmannaeyjum, hvernig blasir það við þér?

Ég veit ekki meir. 

Þú veist ekki meir?

Nei. 

Kemur þetta þér á óvart?

Ég bara veit ekki meir. 

Þú veist bara ekki meir. 

Þú ert að segja mér fréttir. 

Er ég að segja þér fréttir?

Já. 

Er ekki rétt að titla þig sem framkvæmdastjóra? Ertu skipstjóri eða hvað gerir þú eiginlega?

Ég geri ekki neitt núna. 

Gerir þú ekki neitt?

Nei. 

En í fyrra, hvað gerðir þú í fyrra?

Þá var ég framkvæmdastjóri Hugins. Þessar upplýsingar sem þú ert með eru tóm þvæla. 

Er það? Förum aðeins yfir þetta. Við erum með 1,9 í tekjur á mánuði, svo erum við með 83 milljónir í fjármagnstekjur og heildarárstekjur 107 milljónir. 

Já, ég bara veit ekki meir. 

En stemmir þetta með 1,9 í laun á mánuði?

Eins og ég sagði ég hef ekkert skoðað þetta. Ég veit ekkert um þetta, ég get ekki svarað þessu einu sinni. 

En veistu ekki hvað þú færð í laun á mánuði, svona sirka?

Ég hef bara ekkert meira að segja. Það er bara þannig. Ég hef ekki skoðað álagningarseðilinn eða neitt. Ég veit ekki hvað þú ert að tala um. 

En ég er nú með þetta hérna beint fyrir framan mig. 

Mér er bara alveg sama um það sem þú ert með beint fyrir framan þig. Ég hef ekki skoðað þetta, þannig að ég hef ekkert um málið að segja. 

Ekki neitt?

Nei, ekki neitt. 

Þú vilt ekki útskýra af hverju þú ert með 107 milljónir í árstekjur?

Til hvers þarf ég að útskýra það fyrir þér?

Ég er bara að spyrja. Þú þarft ekki að útskýra. 

Ég þarf ekki að útskýra eitt eða neitt fyrir þér. 

Þannig að þú vilt ekkert útskýra neitt, ég skil. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samtöl við skattakónga

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár