Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tekjuhæsta konan ein fárra á listanum

Kon­ur eru í mikl­um minni­hluta á há­tekju­lista Stund­ar­inn­ar yf­ir þá Ís­lend­inga sem þén­uðu mest á síð­asta ári. Að­eins ein kona kemst í 20 efstu sæti list­ans. Vís­bend­ing­ar eru um að staða kvenna á list­an­um sé enn verri en virð­ist þar sem fjár­magn­s­tekj­ur karla virð­ast oft skráð­ar á eig­in­kon­ur þeirra.

Tekjuhæsta konan ein fárra á listanum

Konur eru í miklum minnihluta á lista yfir eitt prósent tekjuhæstu Íslendinganna fyrir árið 2020. Listinn nær yfir 3125 einstaklinga sem, samkvæmt álagningarskrá Skattsins, höfðu hæstar tekjur að teknu tilliti til bæði launatekna og fjármagnstekna.

Aðeins 524 konur komast á listann eða sem nemur 17 prósentum. Með öðrum orðum eru aðeins 0,17 prósent kvenna á meðal tekjuhæsta 1 prósentsins. 

Á toppnum vegna sameiginlegra tekna

Sú er situr á toppi listans er kona að nafni Inga Dóra Sigurðardóttir en hún og eiginmaður hennar, Börkur Arnviðarson, fengu myndarlegan arð út úr dönsku tæknifyrirtæki sem þau eiga hlut í ásamt sonum sínum tveimur, Unnsteini og Ásgeiri.

Fyrirtækið, sem Börkur tók þátt í að stofna, hefur stórgrætt á COVID-19 faraldrinum en það framleiðir búnað sem notaður er til nákvæmra mælinga í heilbrigðisgeiranum. Meðal annars við þróun á bóluefnum. Jafnvel þó að fjármagnstekjunum sem þau hjónin höfðu árið 2020 sé skipt í tvennt er Inga Dóra enn meðal allra tekjuhæstu Íslendingunum. 

Á toppnumInga Dóra var tekjuhæst Íslendinga á síðasta ári vegna tekna sem hún og eiginmaður hennar, Börkur Arnviðarson, fengu út úr sameiginlegu eignarhaldsfélagi þeirra í Danmörku.

Þessar miklu fjármagnstekjur, sem er ástæðan fyrir því að tekjudrottningin fær krúnu sína, eru sameign þeirra hjóna. Þau eru bæði skráðir eigendur að dönsku eignarhaldsfélagi sem greiddi þeim þessa peninga í arð. Fjármagnstekjurnar eru hinsvegar aðeins skráðar á hana vegna viðmiða skattsins um að gjaldfæra fjármagnstekjuskatt á þann einstakling í hjónabandi sem hefur hærri tekjur. Sömu sögu er að segja um aðra sem hafa fjármagnstekjur; í einhverjum tilvikum eru það ekki sértekjur þeirra heldur hlutdeild í fjármagnstekjum hjóna. Stundin miðar þó við upplýsingarnar eins og Skatturinn skráir þær en hafa verður í huga þessa augljósu annamarka sem eru á gagnasafninu. 

Tekjuháu konurnar tekjuhærri

Konurnar sem komast á listann eru þó að jafnaði með hærri heildarárstekjur en karlarnir. Konurnar 524 eru að meðaltali með 47,7 milljónir í árstekjur en karlarnir 46 milljónir. Ef heildartekjur eru skoðaðar, óháð fjölda einstaklinga af hvoru kyni sést hversu mikið meira karlarnir hafa fengið í sinn hlut. Karlarnir þénuðu 120 milljarða króna á síðasta ári á meðan tekjuhæstu konurnar þénuðu 25 milljarða. Munurinn á körlum og konum er því 95 milljarðar króna. 

En hvaða konur eru þær tekjuhæstu? Engin kona að Ingu Dóru frátalinni kemst á topp tíu listann - ekki einu sinni topp 20. 

Efstu konurnar á hátekjulistanum

2Birna Loftsdóttir, hluthafi í Hval hf, er næst efsta kona á lista og situr í 21. sæti. Bróðir hennar, Kristján Loftsson, sem stýrir Hval hf. er líka á listanum, bara fimmtán sætum ofar í því sjöunda. Fjölskylda þeirra Kristjáns og Birnu auðgaðist fyrst á rekstri Hvals sem, eins og nafnið gefur til kynna, stundaði hvalveiðar og vinnslu. Þau áttu líka um árabil frystitogarann Venus sem síðar rann í útgerðina Granda, sem seinna varð HB Grandi og loks Brim eftir síðustu vendingar. Árið 2018 seldu þau Birna og Kristján og félög í þeirra eigu í Brimi fyrir 21,7 milljarða króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár