Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Tekjuhæsta konan ein fárra á listanum

Kon­ur eru í mikl­um minni­hluta á há­tekju­lista Stund­ar­inn­ar yf­ir þá Ís­lend­inga sem þén­uðu mest á síð­asta ári. Að­eins ein kona kemst í 20 efstu sæti list­ans. Vís­bend­ing­ar eru um að staða kvenna á list­an­um sé enn verri en virð­ist þar sem fjár­magn­s­tekj­ur karla virð­ast oft skráð­ar á eig­in­kon­ur þeirra.

Tekjuhæsta konan ein fárra á listanum

Konur eru í miklum minnihluta á lista yfir eitt prósent tekjuhæstu Íslendinganna fyrir árið 2020. Listinn nær yfir 3125 einstaklinga sem, samkvæmt álagningarskrá Skattsins, höfðu hæstar tekjur að teknu tilliti til bæði launatekna og fjármagnstekna.

Aðeins 524 konur komast á listann eða sem nemur 17 prósentum. Með öðrum orðum eru aðeins 0,17 prósent kvenna á meðal tekjuhæsta 1 prósentsins. 

Á toppnum vegna sameiginlegra tekna

Sú er situr á toppi listans er kona að nafni Inga Dóra Sigurðardóttir en hún og eiginmaður hennar, Börkur Arnviðarson, fengu myndarlegan arð út úr dönsku tæknifyrirtæki sem þau eiga hlut í ásamt sonum sínum tveimur, Unnsteini og Ásgeiri.

Fyrirtækið, sem Börkur tók þátt í að stofna, hefur stórgrætt á COVID-19 faraldrinum en það framleiðir búnað sem notaður er til nákvæmra mælinga í heilbrigðisgeiranum. Meðal annars við þróun á bóluefnum. Jafnvel þó að fjármagnstekjunum sem þau hjónin höfðu árið 2020 sé skipt í tvennt er Inga Dóra enn meðal allra tekjuhæstu Íslendingunum. 

Á toppnumInga Dóra var tekjuhæst Íslendinga á síðasta ári vegna tekna sem hún og eiginmaður hennar, Börkur Arnviðarson, fengu út úr sameiginlegu eignarhaldsfélagi þeirra í Danmörku.

Þessar miklu fjármagnstekjur, sem er ástæðan fyrir því að tekjudrottningin fær krúnu sína, eru sameign þeirra hjóna. Þau eru bæði skráðir eigendur að dönsku eignarhaldsfélagi sem greiddi þeim þessa peninga í arð. Fjármagnstekjurnar eru hinsvegar aðeins skráðar á hana vegna viðmiða skattsins um að gjaldfæra fjármagnstekjuskatt á þann einstakling í hjónabandi sem hefur hærri tekjur. Sömu sögu er að segja um aðra sem hafa fjármagnstekjur; í einhverjum tilvikum eru það ekki sértekjur þeirra heldur hlutdeild í fjármagnstekjum hjóna. Stundin miðar þó við upplýsingarnar eins og Skatturinn skráir þær en hafa verður í huga þessa augljósu annamarka sem eru á gagnasafninu. 

Tekjuháu konurnar tekjuhærri

Konurnar sem komast á listann eru þó að jafnaði með hærri heildarárstekjur en karlarnir. Konurnar 524 eru að meðaltali með 47,7 milljónir í árstekjur en karlarnir 46 milljónir. Ef heildartekjur eru skoðaðar, óháð fjölda einstaklinga af hvoru kyni sést hversu mikið meira karlarnir hafa fengið í sinn hlut. Karlarnir þénuðu 120 milljarða króna á síðasta ári á meðan tekjuhæstu konurnar þénuðu 25 milljarða. Munurinn á körlum og konum er því 95 milljarðar króna. 

En hvaða konur eru þær tekjuhæstu? Engin kona að Ingu Dóru frátalinni kemst á topp tíu listann - ekki einu sinni topp 20. 

Efstu konurnar á hátekjulistanum

2Birna Loftsdóttir, hluthafi í Hval hf, er næst efsta kona á lista og situr í 21. sæti. Bróðir hennar, Kristján Loftsson, sem stýrir Hval hf. er líka á listanum, bara fimmtán sætum ofar í því sjöunda. Fjölskylda þeirra Kristjáns og Birnu auðgaðist fyrst á rekstri Hvals sem, eins og nafnið gefur til kynna, stundaði hvalveiðar og vinnslu. Þau áttu líka um árabil frystitogarann Venus sem síðar rann í útgerðina Granda, sem seinna varð HB Grandi og loks Brim eftir síðustu vendingar. Árið 2018 seldu þau Birna og Kristján og félög í þeirra eigu í Brimi fyrir 21,7 milljarða króna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

0,1 prósentið

Hátekjufólki finnst skattarnir alltof háir
Úttekt0,1 prósentið

Há­tekju­fólki finnst skatt­arn­ir alltof há­ir

„Mað­ur borg­ar bara þessa skatta og er hund­fúll yf­ir því,“ seg­ir stjórn­ar­formað­ur fast­eigna­fé­lags sem fékk meira en millj­arð í fjár­magn­s­tekj­ur ár­ið 2017. „Hlut­verk skatts­ins á ekki að vera að jafna út tekj­ur,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri sem kall­ar eft­ir flat­ara skatt­kerfi. Tekju­há­ir Ís­lend­ing­ar sem Stund­in ræddi við hafa áhyggj­ur af því að skatt­ar dragi úr hvat­an­um til verð­mæta­sköp­un­ar og telja fjár­magn­s­tekj­ur skatt­lagð­ar of mik­ið.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár