Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bræður greiða hæsta skatta á Vestfjörðum

Tvenn­ir bræð­ur eru á topp fimm lista yf­ir þá sem hæsta skatta greiða á Vest­fjörð­um. Guð­bjart­ur og Jakob Val­geir Flosa­syn­ir verma efstu tvö sæt­in. Deil­ur við skatta­yf­ir­völd skekkja mögu­lega mynd­ina þeg­ar kem­ur að Magnúsi Hauks­syni sem er þriðji í röð­inni sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá.

Bræður greiða hæsta skatta á Vestfjörðum
Útgerðarfjölskylda í Bolungarvík Hér eru bræðurnir með föður og syni Jakobs Valgeirs. Frá vinstri, Guðbjartur Flosason, Daði Valgeir Jakobsson, Flosi Valgeir Jakobsson, faðir Guðbjartar og Jakobs, og svo Jakob Valgeir Flosason. Mynd: MBL / Halldór Sveinbjörnsson

Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri og einn eigenda útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs í Bolungarvík, er skattakóngur Vestfjarða árið 2020. Guðbjartur greiddi 92,8 milljónir króna í skatta á síðasta ári, þar af rúmar 89 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt álagningarskrá hafði Guðbjartur 418 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 405 milljónir rúmar í fjármagnstekjur.

Í öðru sæti er bróðir Guðbjarts, Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður og fjárfestir, búsettur í Ísafjarðarbæ. Jakob Valgeir greiddi samkvæmt álagningarskrá tæpar 66 milljónir króna í skatta á síðasta ári. Þar af greiddi hann 56,5 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt gögnum Skattsins hafði Jakob Valgeir 283 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 256,8 milljónir í fjármagnstekjur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2021

Samtöl við skattakónga
ViðtalTekjulistinn 2021

Sam­töl við skattakónga

Þau sem eru hluti af 1 pró­sent tekju­hæstu Ís­lend­ing­un­um sam­kvæmt álagn­inga­skrá eiga marg­ar og mis­mun­andi sög­ur að baki, bæði af sigr­um og sorg­um. Stund­in ræð­ir við nokk­ur þeirra. „Svo þeg­ar ég er bú­inn að eign­ast alla þessa pen­inga núna þá kann ég ekk­ert að nota þá,“ seg­ir næst­hæsti skatt­greið­andi á land­inu. „Það má and­skot­inn vita hvað verð­ur gert við þetta,“ seg­ir skattakóng­ur að vest­an.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár