Guðbjartur Flosason, framleiðslustjóri og einn eigenda útgerðarfyrirtækisins Jakobs Valgeirs í Bolungarvík, er skattakóngur Vestfjarða árið 2020. Guðbjartur greiddi 92,8 milljónir króna í skatta á síðasta ári, þar af rúmar 89 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt álagningarskrá hafði Guðbjartur 418 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 405 milljónir rúmar í fjármagnstekjur.
Í öðru sæti er bróðir Guðbjarts, Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður og fjárfestir, búsettur í Ísafjarðarbæ. Jakob Valgeir greiddi samkvæmt álagningarskrá tæpar 66 milljónir króna í skatta á síðasta ári. Þar af greiddi hann 56,5 milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Samkvæmt gögnum Skattsins hafði Jakob Valgeir 283 milljónir króna í tekjur á síðasta ári, þar af 256,8 milljónir í fjármagnstekjur.
Athugasemdir