Anton Ragnarsson, skipstjóri á Hellissandi, er tekjukóngur Vesturlands skattárið 2020. Anton hafði alls tæplega 253 milljónir króna í heildarárstekjur á síðasta ári, að stærstum hluta fjármagnstekjur, alls rúmar 222 milljónir króna. Anton greiddi ríflega 6o milljónir króna í skatt á siðasta ári.
Anton er skipstjóri á bátnum Esjari sem þar til í fyrra var gerður út af útgerðarfélaginu Hiddu ehf. Útgerðarfélagið var hins vegar selt til Hraðfrystihúss Hellissands á síðasta ári. „Það er salan á Hiddu sem þarna vegur mest, jú jú,“ segir Anton í samtali við Stundina.
Anton segist jafnframt hafa verið sáttur við söluna og það verð sem hann fékk fyrir Hiddu en hann átti 12 prósenta hlut í útgerðinni á móti Ragnari Guðjónssyni, föður sínum, sem átti hin 88 prósentin.
„Maður er lítið farinn að hugsa um það,“ segir Anton spurður hvað hann hyggist gera með söluhagnaðinn af Hiddu. „Ég er ekkert farinn að gera eitt eða …
Athugasemdir