Listamaðurinn Rakel Tomas hefur komið sér vel fyrir á vinnustofunni á Grettisgötu 3. Stór gluggi snýr að fjölförnum vegi og vegfarendur eiga það til að stinga inn nefinu, eða stara inn um gluggann. „Getur verið truflandi þegar ég er í vinnu-zóninu, en auðvitað er þetta frábær auglýsing líka,“ segir Rakel sem hengir ávallt myndir í kringum gluggann svo gluggagægjar hafi eitthvað fyrir augum.
Sýningin HVAR ERTU? verður opnuð þann 20. ágúst í rýminu hennar Rakelar. Til sýnis verða um 20 verk unnin með blýanti og kolum á pappír, og tilraunakenndari verk unnin með speglum og gleri. „Ég er búin að vera að velta mikið fyrir mér undanfarna mánuði hvað það þýðir að vera á staðnum, hversu mikilvægt það er og hversu erfitt það getur verið þegar fólk er það ekki. Hvernig það er hægt að vera í sama herbergi og ná engri tengingu en á sama tíma vera í margra …
Athugasemdir