Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Vilhjálmur segir Sjálfstæðisflokkinn enga skírskotun hafa til kjósenda

Vil­hjálm­ur Bjarna­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fer hörð­um orð­um um flokk­inn sinn og spyr hvort hann sé á leið með að verða eins máls flokk­ur ut­an um fisk­veið­i­stjórn­un­ar­kerf­ið. Vil­hjálm­ur seg­ir jafn­framt Sam­fylk­ing­ar­fólk leið­in­legt, Pírata á „ein­hverju rófi“ og Mið­flokk­inn trú­ar­hreyf­ingu.

Vilhjálmur segir Sjálfstæðisflokkinn enga skírskotun hafa til kjósenda
Tætir í sig stjórnmálaflokkana Vilhjálmur sparar hvergi stóru orðin. Mynd: xd.is

Sjálfstæðisflokkurinn hefur úthýst fjölbreytni í innra starfi sínu og hefur enga skírskotun til kjósenda. Með því hefur flokkurinn smættað sig og heldur áfram á sömu braut, meðal annars með því að „viðhalda óskiljanlegri umræðu um fullveldi á plani frá 1918,“ að mati Vilhjálms Bjarnasonar, fyrrverandi þingmanns flokksins. Vilhjálmur spyr sig jafnframt hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé að verða „eins máls flokkur þar sem „hagkvæmni“ fiskveiðistjórnunarkerfisins fæður för“.

Vilhjálmur skrifar grein í Morgunblaðið í dag og sparar hvergi stóru orðin. Yfirskrift greinarinnar er ,,Eru stjórnmálaflokka í öngstrætum?". Í henni skýtur Vilhjálmur föstum skotum í allar áttir innan íslenska flokkakerfisins. Þannig segir Vilhjálmur að sér sé fyrirmunað að skilja fyrir hvað Miðflokkurinn standi. „Eins manns flokkur án málefnis, en leitar þó að „kosningamálefninu“. Í eins manns flokknum verður til „trúarhreyfing“, trú á hinn óskeikula foringja, þar sem orðaflaumurinn gusast út eins og tómatsósa, en að öðru leyti algerlega innihaldslaust blaður,“ skrifar Vilhjálmur og gefur lítið fyrir snilld Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins, sem hann segir að hafi orðið til fyrir slysni í kosningu til formanns í Framsóknarflokknum.

„Meðlimir þess flokks virðast flestir hverjir vera á einhverju rófi sem engir skilur, ekki einu sinni þeir sjálfir“

Vilhjálmur heldur áfram og sendir því næst Pírötum pillu. „Meðlimir þess flokks virðast flestir hverjir vera á einhverju rófi sem engir skilur, ekki einu sinni þeir sjálfir, því þar þarf að kalla til vinnustaðasálfræðing til að fundir fúnkeri, og fúnkera þó ekki.“

Samfylkingin segir Vilhjálmur að hafi eðli Kvennalista, án allrar útgeislunar og sé einskis máls flokkur. „Að auki, þeir sem tala fyrir þessa fylkingu eru fjandanum leiðinlegri og skapvondir.“ Vinstri græn segir Vilhjálmur að séu uppfull af hugsjónafólki, sem hafi þó ekki meiri hugsjón en þá að hlaupa yfir í aðra flokka fái það ekki alls sem það krefjist.

Enginn leiðtogi í sjónmáli

Mest púður fer þó í það hjá Vilhjálmi að gagnrýna sinn eigin flokk og ljóslega er hann ekki hrifinn af því sem þar fer fram nú um stundir. Þar hafi fjölbreytni verið úthýst og meðal annars hafi forysta flokksins tekið þá afstöðu árið 2014 að afturkalla aðild að Evrópusambandinu sem hafi þá legið í svefni og engan skaðað. Það hafi hins vegar valdið því að stór hópur í atvinnurekendadeild flokksins sagt skilið við hann og gengið til liðs við nýjan smáflokk, skrifar Vilhjálmur og vísar þar til Viðreisnar.

„Hvernig má það vera að flokkur, sem var með 40% kjörfylgi, telur það ásættanlegt að fá 25% kjörfylgi,“ spyr Vilhjálmur svo og segir einnig að endingartími formanna flokksins hafi verið um tíu ár og nýr leiðtogi hafi ávallt verið í augsýn. „Nema núna!“

„Þetta fólk hefur orðið til í kosningamaskínunni inni í Sjálfstæðisflokknum!“

Vilhjálmur segir svo að lokum að hann sjálfur hafi lokið afskiptum sínum af stjórnmálum og sé því frjáls að því að láta ýmislegt frá sér fara eftir að hafa spurt sig áleitinna spurninga. Þannig spyrji hann sig hvort að prófkjör Sjálfstæðisflokksins hafi skilað sigurstranglegum listum. „Horfandi á mál utan frá og spurt þá sem ekki eru innmúraðir, segja kjósendur: Þetta fólk höfðar ekki til mín! Þetta fólk hefur enga skírskotun til mín! Þetta fólk hefur orðið til í kosningamaskínunni inni í Sjálfstæðisflokknum! Engin skírskotun til almennra kjósenda!“

Hafnað í síðasta prófkjöri

Vilhjálmur sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi á árunum 2013 til 2017. Hann sat í fimmta sæti lista flokksin fyrir kosningarnar 2017 en náði ekki kjöri. Hann gaf kost á sér í prófkjöri flokksins í kjördæminu fyrr á þessu ári en hafði ekki árangur sem erfiði og varð ekki meðal sex efstu. 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár