Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni

Mynd­bands­upp­tök­ur Veigu Grét­ars­dótt­ur á af­mynd­uð­um eld­islöx­um á Vest­fjörð­um hafa vak­ið upp um­ræð­una um sjókvía­eld­ið. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish hef­ur gagn­rýnt Veigu fyr­ir mynd­irn­ar. For­stjóri eig­anda Arctic Fish tel­ur hins veg­ar að sjóvkía­eldi við strend­ur landa sé ekki fram­tíð­ina held­ur af­l­and­seldi fjarri strönd­um landa.

Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
4000 til 5000 tonn á hafi úti Norway Royal Salmon hyggst framleiða á milli 4000 til 5000 tonn af eldislaxi með aflandseldi á hafi úti til að byrja með. Fyrirtækið telur þessa aðferð vera framtíðina. Á sama tíma vill fyrirtækið framleiða 32 þúsund tonn af eldislaxi með strandeldi við Íslands.

,,Vaxtarmöguleikarnir í fiskeldi til framtíðar eru í slíkum sjálfbærum  lausnum," segir í ársreikningi norska laxeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, sem er meirihlutaeigandi í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish. Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en fyrirtækið stundar sjókvíaeldi á eldislaxi og regnbogasilungi inni í nokkrum fjörðum á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í ársreikningi Norway Salmon sem skilað var til ársreikningarskrárinnar í Noregi í vor.

Í staðhæfingu norska laxeldisfyrirtækisins er vísað til þess að fyrirtækið þróar nú nýjar lausnir í laxeldi í Noregi þar sem sjókvíar fyrirtækisins eru staðsettar úti á rúmsjó, langt frá landi, en ekki inni í norskum fjörðum.  Þetta er gert til að ,,takmarka fótspor laxeldisins í umhverfinu" eins og segir í ársreikningi fyrirtækisins. Þessi lausn kallast Arctic Offshore Farming og segir Norway Salmon að hún tryggi ,,góða velferð fiskanna" og sé ,,sjálfbær lausn".

Ólíkar áherslurMyndin sýnir annars vegar að Norway Royal Salmon vill stunda strandeldi á Íslandi en aflandseldi í Noregi sem hafi takmörkuð umhverfisáhrif. Myndin er úr ársreikningi fyrirtækisins.

Arctic Fish og Veiga

Fyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði hefur verið nokkuð til umræðu á liðnum dögum eftir að kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttor tók upp myndbönd af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum fyrirtækisins, sem og í sjókvíum Arnarlax, núna í vor. Myndirnar voru sýndar á RÚV um liðna helgi.

Stjórnendur Arctic Fish voru ósáttir við Veigu og hringdu í hana, nánar tiltekið Daníel Jakobsson, og lýsu yfir óánægju sinni með uppátæki hennar. Arctic Fish telur meðal annars að Veiga hafi brotið sóttvarnarlög með myndatökunni. 

Veiga sagðist í viðtali við Stundina fyrr í vikunni hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar hún sá afmyndaða regnbogasilunga í eldiskví í Skutulsfirði og að hún hafi í kjölfarið ákveðið að taka upp myndir í laxeldiskvíum í Dýrafirði og Arnarfirði, meðal annars hjá Arctic Fish. ,,Það sem blasti við mér var ekki fögur sjón,” sagði Veiga við Stundina en varð landsþekkt þegar hún sigldi kringum Ísland á kajak árið 2019 en með því vildi hún meðal annars vekja athygli á rusli og ástandi sjávar við Íslandsstrendur.  Myndirnar af afmynduðu löxunum sem Veiga tók eru þær fyrstu sem birtast opinberlega úr íslensku laxeldi. 

Styrki Veigu en gagnrýnir hana núArctic Fish styrki Veigu Grétarsdóttur þegar hún réri kringum landið árið 2019 en gagnrýnir hana nú eftir að hún tók upp myndir af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum fyrirtækisins.

Athygli vekur að Arctic Fish styrkti Veigu í þeim leiðangri, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum og notaði nafn hennar meðal annars í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Þegar hún kom til Ísafjarðar skrifaði Arctic Fish á Facebook-síðu sína.  ,,Vinkona okkar hún Veiga Grétarsdóttir mun koma til Ísafjarðar á morgun! Mun Veiga þá ljúka við hringferð sína í kringum Ísland á kayak, en þess ber að geta að hún er bæði fyrst allra kvenna til að róa hringinn sem og fyrst allra til að klára hringinn rangsælis. Að vera á móti straumnum kallar á styrkleika, þrautseigju, og skýran koll. Allt kostir sem vinkona okkar býr svo sannarlega yfir."

Eftir að Veiga tók upp myndirnar í sjókvíum Arnarlax sendi félagið hins vegar frá sér tilkynningu þar sem það sagði að einungis lítill hluti af eldisfiskunum í sjókvíunum væru afmyndaðir og að Veiga hefði gerst sek um lögbrot.  ,,Á þeim tíma sem umrædd myndskeið eiga að hafa verið tekin upp voru sennilega um 5 milljónir fiska í kvíum á Vestfjörðum. Særðir fiskar, eins og sjást á umræddum myndum eru algjör undantekning og lýsa með engum hætti ástandi í eldiskvíum fyrirtækisins. Nánast öll framleiðsla félagsins, um 99% fer enda í hæstu gæðaflokka," sagði fyrirtækið í fréttatilkynningu.  

Umsvifin á VestfjörðumMyndin, sem tekin er úr ársreikningi Norway Royal Salmon, sýnir umsvif Arctic Fish á Vestfjörðum.

 Aflandseldi er framtíðin en vilja stóraukið eldi í fjörðum Íslands

Samtímis vinnur Arctic Fish að því að stórauka laxeldi sitt inni í fjörðum Vestfjarða jafnvel þó að Norway Royal Salmon virðist vera meðvitað um að slíkt sjókvíaeldi svo nálægt landi er ekki framtíðin.  Í ársreikningi Norway Royal Salmon kemur fram að Arctic Fish sé í dag með leyfi til að framleiða 17.100 tonn af eldislaxi á ári í Ísafjarðardjúpi, Dýrafirði og Tálkna- og Patreksfirði og að félagið hafi sótt um leyfi til að framleiða 14.800 tonn til viðbótar í þessum fjörðum sem og í Arnarfirði.  Samanlagt gæti Arctic Fish því verið með leyfi til að framleiða tæplega 32.000 þúsund tonn af eldislaxi í þessum fjörðum. 

Forstjórinn talar um aflandseldi sem framtíðinaForstjóri Norway Royal Salmon, Charles Hostlund, talar um aflandseldi á eldislaxi sem framtíðina en ekki strandeldi eins og það sem Arctic Fish stundar á Vestfjörðum.

Út frá ársreikningi Norway Royal Salmon er því ljóst að á sama tíma og félagið vinnur að því að þróa þessar aflandalausnir ætla fyrirtækið líka að halda áfram að finna ný lönd fyrir strandeldi sitt, meðal annars Arctic Fish og Vestfirðina. Á sama tíma og Norway Royal Salmon segir að möguleikar laxeldisins í heiminum á að vaxa til framtíðar séu í aflandseldinu þá séu líka vaxtamöguleikar í strandeldinu á Íslandi: ,,Arctich Fish er staðsett á Vestfjörðunum á Íslandi þar sem eru góð skilyrði fyrir fiskeldi og vaxtarmöguleikar til framtíðar eru miklir," segir í ársreikningnum. Þessir vaxtarmöguleikar eru í strandeldi en ekki aflandseldi. 

Forstjórinn: Náttúran ráði för

Fyrirtækið segir hins vegar ekki í ársreikningum  að strandeldið sem Arctic Fish stundar í sjókvíum sé ,,sjálfbært" og að þetta sé framleiðsluaðferð á eldislaxi sem feli í sér minnsta ,,fótsporið í umhverfinu". Þetta eru einkunnir sem fyrirtækið velur fyrir hina nýju framleiðsluaðferð sem það er að þróa ásamt öðrum laxeldisfyrirtækjum, meðal annars Salmar AS, norskum eiganda Arnarlax á Bíldudal. Aflandseldið. 

,, Við erum sannfærðir um að sjálfbær framleiðsla á laxi er mikilvægur liður að því að tryggja verðmætasköpun okkar til framtíðar"

Um þetta segir forstjóri Norway Royal Salmon, Charles Høstlund, í ársreikningnum: ,,Hjá Norway Royal Salmon höfum við mikinn metnað fyrir því að framleiða næringarríkan lax í hæsta gæðaflokki en með eins smá fótspori í umhverfinu og við getum eða eins og við orðum það þá erum við ,,Guided by nature". Við erum sannfærðir um að sjálfbær framleiðsla á laxi er mikilvægur liður að því að tryggja verðmætasköpun okkar til framtíðar," segir hann í erindi sínu í ársreikningnum. 

Miðað við orð fyrirtækisins sjálfs í ársreikningnum þá mun sjálfbær framleiðsla á laxi í framtíðinni byggja á því að notast við aflandseldi en ekki þess konar strandeldi sem fyrirtækið hefur stundað hingað til og sem Arctic viss er nú að byggja upp í stórum stíl á Vestfjörðum og sem fyrirtækið hefur gagnrýnt Veigu Grétarsdóttur fyrir að fjalla um.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu