Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni

Mynd­bands­upp­tök­ur Veigu Grét­ars­dótt­ur á af­mynd­uð­um eld­islöx­um á Vest­fjörð­um hafa vak­ið upp um­ræð­una um sjókvía­eld­ið. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arctic Fish hef­ur gagn­rýnt Veigu fyr­ir mynd­irn­ar. For­stjóri eig­anda Arctic Fish tel­ur hins veg­ar að sjóvkía­eldi við strend­ur landa sé ekki fram­tíð­ina held­ur af­l­and­seldi fjarri strönd­um landa.

Arctic Fish vill þrefalda framleiðslu sína en eigandinn telur sjókvíaeldið tilheyra fortíðinni
4000 til 5000 tonn á hafi úti Norway Royal Salmon hyggst framleiða á milli 4000 til 5000 tonn af eldislaxi með aflandseldi á hafi úti til að byrja með. Fyrirtækið telur þessa aðferð vera framtíðina. Á sama tíma vill fyrirtækið framleiða 32 þúsund tonn af eldislaxi með strandeldi við Íslands.

,,Vaxtarmöguleikarnir í fiskeldi til framtíðar eru í slíkum sjálfbærum  lausnum," segir í ársreikningi norska laxeldisfyrirtækisins Norway Royal Salmon, sem er meirihlutaeigandi í íslenska laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish. Höfuðstöðvar Arctic Fish eru á Ísafirði en fyrirtækið stundar sjókvíaeldi á eldislaxi og regnbogasilungi inni í nokkrum fjörðum á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í ársreikningi Norway Salmon sem skilað var til ársreikningarskrárinnar í Noregi í vor.

Í staðhæfingu norska laxeldisfyrirtækisins er vísað til þess að fyrirtækið þróar nú nýjar lausnir í laxeldi í Noregi þar sem sjókvíar fyrirtækisins eru staðsettar úti á rúmsjó, langt frá landi, en ekki inni í norskum fjörðum.  Þetta er gert til að ,,takmarka fótspor laxeldisins í umhverfinu" eins og segir í ársreikningi fyrirtækisins. Þessi lausn kallast Arctic Offshore Farming og segir Norway Salmon að hún tryggi ,,góða velferð fiskanna" og sé ,,sjálfbær lausn".

Ólíkar áherslurMyndin sýnir annars vegar að Norway Royal Salmon vill stunda strandeldi á Íslandi en aflandseldi í Noregi sem hafi takmörkuð umhverfisáhrif. Myndin er úr ársreikningi fyrirtækisins.

Arctic Fish og Veiga

Fyrirtækið Arctic Fish á Ísafirði hefur verið nokkuð til umræðu á liðnum dögum eftir að kajakræðarinn Veiga Grétarsdóttor tók upp myndbönd af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum fyrirtækisins, sem og í sjókvíum Arnarlax, núna í vor. Myndirnar voru sýndar á RÚV um liðna helgi.

Stjórnendur Arctic Fish voru ósáttir við Veigu og hringdu í hana, nánar tiltekið Daníel Jakobsson, og lýsu yfir óánægju sinni með uppátæki hennar. Arctic Fish telur meðal annars að Veiga hafi brotið sóttvarnarlög með myndatökunni. 

Veiga sagðist í viðtali við Stundina fyrr í vikunni hafa orðið fyrir ákveðinni hugljómun þegar hún sá afmyndaða regnbogasilunga í eldiskví í Skutulsfirði og að hún hafi í kjölfarið ákveðið að taka upp myndir í laxeldiskvíum í Dýrafirði og Arnarfirði, meðal annars hjá Arctic Fish. ,,Það sem blasti við mér var ekki fögur sjón,” sagði Veiga við Stundina en varð landsþekkt þegar hún sigldi kringum Ísland á kajak árið 2019 en með því vildi hún meðal annars vekja athygli á rusli og ástandi sjávar við Íslandsstrendur.  Myndirnar af afmynduðu löxunum sem Veiga tók eru þær fyrstu sem birtast opinberlega úr íslensku laxeldi. 

Styrki Veigu en gagnrýnir hana núArctic Fish styrki Veigu Grétarsdóttur þegar hún réri kringum landið árið 2019 en gagnrýnir hana nú eftir að hún tók upp myndir af afmynduðum eldislöxum í sjókvíum fyrirtækisins.

Athygli vekur að Arctic Fish styrkti Veigu í þeim leiðangri, ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum og notaði nafn hennar meðal annars í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Þegar hún kom til Ísafjarðar skrifaði Arctic Fish á Facebook-síðu sína.  ,,Vinkona okkar hún Veiga Grétarsdóttir mun koma til Ísafjarðar á morgun! Mun Veiga þá ljúka við hringferð sína í kringum Ísland á kayak, en þess ber að geta að hún er bæði fyrst allra kvenna til að róa hringinn sem og fyrst allra til að klára hringinn rangsælis. Að vera á móti straumnum kallar á styrkleika, þrautseigju, og skýran koll. Allt kostir sem vinkona okkar býr svo sannarlega yfir."

Eftir að Veiga tók upp myndirnar í sjókvíum Arnarlax sendi félagið hins vegar frá sér tilkynningu þar sem það sagði að einungis lítill hluti af eldisfiskunum í sjókvíunum væru afmyndaðir og að Veiga hefði gerst sek um lögbrot.  ,,Á þeim tíma sem umrædd myndskeið eiga að hafa verið tekin upp voru sennilega um 5 milljónir fiska í kvíum á Vestfjörðum. Særðir fiskar, eins og sjást á umræddum myndum eru algjör undantekning og lýsa með engum hætti ástandi í eldiskvíum fyrirtækisins. Nánast öll framleiðsla félagsins, um 99% fer enda í hæstu gæðaflokka," sagði fyrirtækið í fréttatilkynningu.  

Umsvifin á VestfjörðumMyndin, sem tekin er úr ársreikningi Norway Royal Salmon, sýnir umsvif Arctic Fish á Vestfjörðum.

 Aflandseldi er framtíðin en vilja stóraukið eldi í fjörðum Íslands

Samtímis vinnur Arctic Fish að því að stórauka laxeldi sitt inni í fjörðum Vestfjarða jafnvel þó að Norway Royal Salmon virðist vera meðvitað um að slíkt sjókvíaeldi svo nálægt landi er ekki framtíðin.  Í ársreikningi Norway Royal Salmon kemur fram að Arctic Fish sé í dag með leyfi til að framleiða 17.100 tonn af eldislaxi á ári í Ísafjarðardjúpi, Dýrafirði og Tálkna- og Patreksfirði og að félagið hafi sótt um leyfi til að framleiða 14.800 tonn til viðbótar í þessum fjörðum sem og í Arnarfirði.  Samanlagt gæti Arctic Fish því verið með leyfi til að framleiða tæplega 32.000 þúsund tonn af eldislaxi í þessum fjörðum. 

Forstjórinn talar um aflandseldi sem framtíðinaForstjóri Norway Royal Salmon, Charles Hostlund, talar um aflandseldi á eldislaxi sem framtíðina en ekki strandeldi eins og það sem Arctic Fish stundar á Vestfjörðum.

Út frá ársreikningi Norway Royal Salmon er því ljóst að á sama tíma og félagið vinnur að því að þróa þessar aflandalausnir ætla fyrirtækið líka að halda áfram að finna ný lönd fyrir strandeldi sitt, meðal annars Arctic Fish og Vestfirðina. Á sama tíma og Norway Royal Salmon segir að möguleikar laxeldisins í heiminum á að vaxa til framtíðar séu í aflandseldinu þá séu líka vaxtamöguleikar í strandeldinu á Íslandi: ,,Arctich Fish er staðsett á Vestfjörðunum á Íslandi þar sem eru góð skilyrði fyrir fiskeldi og vaxtarmöguleikar til framtíðar eru miklir," segir í ársreikningnum. Þessir vaxtarmöguleikar eru í strandeldi en ekki aflandseldi. 

Forstjórinn: Náttúran ráði för

Fyrirtækið segir hins vegar ekki í ársreikningum  að strandeldið sem Arctic Fish stundar í sjókvíum sé ,,sjálfbært" og að þetta sé framleiðsluaðferð á eldislaxi sem feli í sér minnsta ,,fótsporið í umhverfinu". Þetta eru einkunnir sem fyrirtækið velur fyrir hina nýju framleiðsluaðferð sem það er að þróa ásamt öðrum laxeldisfyrirtækjum, meðal annars Salmar AS, norskum eiganda Arnarlax á Bíldudal. Aflandseldið. 

,, Við erum sannfærðir um að sjálfbær framleiðsla á laxi er mikilvægur liður að því að tryggja verðmætasköpun okkar til framtíðar"

Um þetta segir forstjóri Norway Royal Salmon, Charles Høstlund, í ársreikningnum: ,,Hjá Norway Royal Salmon höfum við mikinn metnað fyrir því að framleiða næringarríkan lax í hæsta gæðaflokki en með eins smá fótspori í umhverfinu og við getum eða eins og við orðum það þá erum við ,,Guided by nature". Við erum sannfærðir um að sjálfbær framleiðsla á laxi er mikilvægur liður að því að tryggja verðmætasköpun okkar til framtíðar," segir hann í erindi sínu í ársreikningnum. 

Miðað við orð fyrirtækisins sjálfs í ársreikningnum þá mun sjálfbær framleiðsla á laxi í framtíðinni byggja á því að notast við aflandseldi en ekki þess konar strandeldi sem fyrirtækið hefur stundað hingað til og sem Arctic viss er nú að byggja upp í stórum stíl á Vestfjörðum og sem fyrirtækið hefur gagnrýnt Veigu Grétarsdóttur fyrir að fjalla um.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár