„Stjórnvöld hafa bæði gögnin og getuna til að gera eitthvað í þessu en gera það ekki og jafnvel fegra hlutina þannig með því að tala um að það sé svo margt gott að gerast og að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur. Almenningur er svikinn aftur og aftur af stjórnvöldum að þessu leyti,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar um aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.
Landvernd sendi í morgun frá sér álit vegna nýútkominnar skýrslu IPCC um loftslagsmál. Í áliti Landverndar segir að það sem komi fram í þeirri skýrslu sé ekkert sem „komi á óvart“ eða séu „nýjar fréttir“.
Auður tekur undir það. „Þetta er eitthvað sem við erum búin að fá yfir okkur í öllum þessum ritröðum frá IPCC, sem og í gífurlegu magni annarra rannsókna og skýrslna. Þetta eru ekki nýjar fréttir en þessi skýrsla gefur upp mynd sem er nákvæmari, vissari og þar liggur munurinn,“ segir …
Athugasemdir