Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"

Tölvu­póst­ar milli starfs­manna Sam­herja, sem ekki hafa kom­ið fram áð­ur, sýna hvernig Að­al­steinn Helga­son stakk upp á því að ráða­mönn­um í Namib­íu yrði mútað í lok árs 2011. Póst­arn­ir sýna með­al ann­ars að Jó­hann­es Stef­áns­son get­ur ekki hafa ver­ið einn um að ákveða að greiða ráða­mönn­un­um mút­ur.

Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
Sjaldséð notkun á orðinu ,,mútur" Í öllum þeim tölvupóstum og gögnum sem liggja fyrir í Samherjamálinu í Namibíu er sjaldséð að stjórnendur Samherja tali með beinum hætti um að ,,múta" þurfi ráðamönnum í landinu. Þetta gerði Aðalsteinn Helgason, framkvæmdastjóri Samherja í Afríku, hins vegar í einum tölvupósti í lok árs 2011. Hann sést hér á mynd sem tekin var í Marokkó.

,,Þetta er tengdasonurinn. Honum hefur verið greitt, beint að utan,” sagði Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu og uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu, í svari í tölvupósti við spurningu Aðalsteins Helgasonar, framkvæmdastjóra yfir Afríkustarfsemi Samherja í febrúar árið 2012.

Útgerðarfélagið Samherji var þá að hefja veiðar í Namibíu og hafði unnið að því að tryggja sér kvóta í landinu. Aðalsteinn hafði spurt Jóhannes út í tiltekna millifærslu af bankareikningi Samherja hjá norska bankanum DNB til namibísks félags í eigu tengdasonar sjávarútvegsráðherra Namibíu, og fékk þá þetta svar. Sjávarútvegsráðherrann hét Bernhard Esau og tengdasonurinn var Tamson Hatuikulipi.

Seinni umferð af yfirheyrslum

Þessir tölvupóstar eru hluti af þeim upplýsingum sem koma fram í gögnum sem ákæruvaldið í Namibíu hefur gert opinbert vegna rannsóknar þess á Samherjamálinu og mútugreiðslum félagsins til namibískra ráðamanna. Umræddir tölvupóstar voru ekki hluti af þeim gögnum um starfsemi Samherja í Namibíu sem gerð voru opinber í gegnum uppljóstrunarsíðuna Wikileaks í nóvember árið 2019.

,,Á einhverjum tímapunkti þá kann það að gera gæfumuninn að múta einum af leiðtogum þessara manna”
Aðalsteinn Helgason

Líkt og Kjarninn greindi fyrst frá þá er um að ræða tölvupósta sem embætti héraðssaksóknara á Íslandi sótti hjá Samherja hér á landi. Rannsókn héraðssaksóknara hefur því leitt af sér að ný gögn með opinberandi upplýsingum um Samherjamálið í Namibíu hafa fundist.

Rannsókn Namibíumálsins er nú í fullum gangi á Íslandi og voru einhverjir af þeim aðilum sem eru með réttarstöðu sakborninga í því í skýrslutökum hjá embætti héraðssaksóknara fyrr í sumar. Þetta er önnur umferðin af skýrslutökum í málinu hér á landi en sú fyrri fór fram sumarið 2020.

Einn af þeim sakborningum í málinu sem boðaður var í skýrslutöku nú í sumar er uppljóstrarinn í málinu, Jóhannes Stefánsson. Hann segir að skýrslutakan yfir sér hafi gengið vel og að hann sé sáttur með framgang rannsóknarinnar hingað til. 

Tveir nátengdir Þorsteini Má meðvitaðir um stöðunaTölvupóstsamskiptin sem Jóhannes Stefánsson tók þátt í sýna að tveir aðilar sem voru nátengdir Þorsteini Má Baldvinssyni, Aðalsteinn Helgason og Baldvin Þorsteinsson, voru meðvitaðir um greiðslurnar til nambísku ráðamannanna þegar þær voru að hefjast.

Afhjúpandi notkun á orðinu ,,múta”

Þessir tölvupóstar eru afhjúpandi á þann hátt að þeir fela í sér nýjar upplýsingar þar sem æðsti ráðamaður Samherja í Afríku, áðurnefndur Aðalsteinn Helgason, segir berum orðum að til þess geti komið að múta þurfi einhverjum ráðamanni í Namibíu til að tryggja Samherja kvóta: ,,Á einhverjum tímapunkti þá kann það að gera gæfumuninn að múta einum af leiðtogum þessara manna,” sagði Aðalsteinn í tölvupósti til Jóhannesar í desember árið 2011.

Þessi tölvupóstur Aðalsteins er afhjúpandi þar sem beina orðalagið ,,mútur” og að ,,múta” er ekki að finna í mörgum tölvupóstum frá stjórnendum Samherja í Namibíumálinu. 

Tölvupóstarnir eru einnig afhjúpandi sökum þess að Samherji reyndi lengi vel að skella allri ábyrgð á mútugreiðslunum á Jóhannes Stefánsson einan, jafnvel greiðslum sem áttu sér stað eftir að hann hætti hjá Samherja í Namibíu árið 2016. Þessir tölvupóstar sýna hins vegar að yfirboðari Jóhannesar í Afríku nefndi mútur við hann í tölvupósti sem hugmynd til að komast í kvóta í landinu. 

Tölvupósturinn frá Aðalsteini til Jóhannesar styrkir mögulegt sannleiksgildi frásagnar Jóhannesar sjálfs af því hvernig Aðalsteinn á að hafa lagt honum línurnar um það af hverju mútur í kvótaviðskiptum í Namibíu gætu verið réttlætanlegar. ,,Þá sagði Aðalsteinn við mig að alltaf þegar gæfist tækifæri til að borga sjávarútvegsráðherra þá ætti ég að borga sjávarútvegsráðherra, hann orðaði þetta einhvern veginn svona.“. Jóhannes sagði enn frekar, í viðtali við Stundina: „Þetta situr í mér, af því ég man hvað Aðalsteinn var ákveðinn í þessu. Það var eins og hann væri ekki að gera þetta í fyrsta skiptið. Ég labba bara inn í hringiðu efnahagsbrota og spillingar. Ég fékk ordrur frá þeim og gerði bara mitt besta í því. Miðað við hvernig þeir greiddu mútur þá var eins og þeir væru ekki að gera þetta í fyrsta skipti.“

Aðalsteinn Helgason  var um árabil einn nánasti samstarfsmaður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, innan samstæðunnar. Hann var á þessum tíma yfirmaður Jóhannesar Stefánssonar þar sem hann var framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja.

Aðalsteinn hefur sjálfur neitað því að frásögn Jóhannesar um fyrirskipanir hans að greiða mútur í Namibíu séu réttar: ,,Það eru lygar,” sagði hann við Stundina í nóvember 2019.

Aðalsteinn er einn af þeim núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum Samherja sem ákæruvaldið í Namibíu hefur reynt að fá framseldan til Namibíu. 

Baldvin fékk upplýsingarJóhannes Stefánsson sendi Baldvin Þorsteinssyni, syni Þorsteins Más Baldvinssonar, upplýsingar um viðræðurnar við Namibíumannanna um greiðslur til þeirra.

Baldvin fékk áframsendan póst

Í svarpósti Jóhannesar til Aðalsteins við áðurnefndum pósti, sem og í öðrum póstum sem eru hluti af gögnum málsins, er rætt ítarlega um útfærslur á greiðslunum til namibísku áhrifamannanna þó að beina orðalagið ,,mútur” komi ekki fyrir aftur í þessum póstum. Í svarpóstinum til Aðalsteins segir Jóhannes að Tamson Hatuikulipi, tengdasonur Bernhard Esau, muni fara með tilboðshugmyndir Samherja til ráðherrans: ,,Hugmyndin sem er undirliggjandi er að hann [sjávarútvegsráðherrann] sé fullvissaður um að hann muni fá eitthvað ef hann kemur með eitthvað til okkar.”

Í tölvupóstunum kemur einnig fram að Jóhannes áframsendi tölvupóst þar sem rætt var um þessi mál til Baldvins Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar, með orðinu: ,,FYI” eða ,,For your information”/,,Þér til upplýsingar”. 

Rúmum mánuði eftir að Aðalsteinn nefndi mútur fyrst í þessum tilteknu tölvupóstsamskiptum sendi Jóhannes Stefánsson tölvupóst til Aðalsteins Helgasonar og Ingvars Júlíussonar, fjármálastjóra Samherja á Kýpur, þar sem hann sagði frá gangi viðræðna við Tamson Hatuikulipi um hversu mikið Samherji ætti að greiða þeim fyrir aðgang að kvóta í landinu. ,,Góðan daginn. Staðan varðandi tengdasoninn er að ýmsar tölur hafa verið nefndar og ræddar. James [Hatuikulipi] hefur einnig veitt aðstoð og reynt að koma hlutunum á réttan stað. Það er gagnkvæmur skilningur á milli beggja aðila um að þessi greiðsla er eingöngu til að halda áfram, til þess að hvetja hann, en að síðar muni hann fá greitt fyrir kvótann og það sem hann kemur með að borðinu. Tölur á bilinu 150.000 til 450.000 hafa verið nefndar og hann gæti sætt sig við 300.000 Namibíudollara. Hvað finnst þér.”

Fyrsta millifærslan til namibísks eignarhaldsfélags Tamson Hatuikulipi, Fitty Entertainment, hafði átt átti sér stað tæpum mánuði áður en þessi tölvupóstur var sendur, eða þann 26. janúar árið 2012. Næstu ár þar á eftir héldu greiðslurnar til namibísku ráðamannanna áfram og allt fram til ársins 2019 þegar fyrst var sagt frá málinu í fjölmiðlunum Kveik, Stundinni og Al Jazeera og Wikileaks birti gögn málsins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Tími á að íslensk stjórnvöld axli siðferðislega ábyrgð á Samherja“
FréttirSamherjaskjölin

„Tími á að ís­lensk stjórn­völd axli sið­ferð­is­lega ábyrgð á Sam­herja“

Leið­togi namib­ísku stjón­ar­and­stöð­unn­ar seg­ir landa sína undr­ast þögn ís­lenskra stjórn­valda um þá stað­reynd að stærsta spill­ing­ar­mál í sögu Namib­íu hafi orð­ið til fyr­ir til­stilli ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Spyr hvort hundrað millj­óna styrk­ur Orku­sjóðs sé rík­is­styrkt spill­ing og send­ir for­sæt­is­ráð­herra op­ið bréf og ósk­ar liðsinn­is henn­ar við að fá Sam­herja til að greiða bæt­ur og svara til saka.
Samherji sakaður um stórfelld skattalaga- og gjaldeyrisbrot í Namibíu og framsalskrafa væntanleg
RannsóknirSamherjaskjölin

Sam­herji sak­að­ur um stór­felld skatta­laga- og gjald­eyr­is­brot í Namib­íu og framsalskrafa vænt­an­leg

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu er enn ákveð­inn í því að óska eft­ir framsali þriggja stjórn­enda Sam­herja­fé­laga í Namib­íu og seg­ir brot á skatta- og gjald­eyr­is­lög­um muni mögu­lega bæt­ast við sak­ar­efn­in á hend­ur þeim. Stór­felld skatta­laga­brot Sam­herja­fé­laga sögð til rann­sókn­ar. Sam­herja­mað­ur seg­ir ís­lensk yf­ir­völd þeg­ar hafa neit­að að fram­selja sig.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Færeyskur ráðherra krafinn svara um Samherjarannsókn
FréttirSamherjaskjölin

Fær­eysk­ur ráð­herra kraf­inn svara um Sam­herj­a­rann­sókn

Högni Hoy­dal, formað­ur Þjóð­veld­is­flokks­ins fær­eyska, hef­ur í fær­eyska þing­inu ósk­að eft­ir svör­um við því hvað líði rann­sókn lög­reglu á meint­um skatta­laga­brot­um Sam­herja í Fær­eyj­um. Sam­herji end­ur­greiddi 340 millj­ón­ir króna til fær­eyska Skatts­ins, sem vís­aði mál­inu til lög­reglu. Síð­an hef­ur lít­ið af því frést.
Fjármálastjóri hjá Samherja segir mútugreiðslur í Afríku nauðsynlegar
FréttirSamherjaskjölin

Fjár­mála­stjóri hjá Sam­herja seg­ir mútu­greiðsl­ur í Afr­íku nauð­syn­leg­ar

Brynj­ar Þórs­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kana­ríeyj­um, sem með­al ann­ars kom að greiðsl­um til namib­ískra ráða­manna, seg­ir að „svo­kall­að­ar mútu­greiðsl­ur“ séu „stand­ard“ í Afr­íku. Þetta kom fram í yf­ir­heyrsl­um yf­ir Brynj­ari sem hef­ur stöðu vitn­is í rann­sókn Sam­herja­máls­ins hjá hér­aðssak­sókn­ara. Brynj­ar sagði Sam­herja hafa beitt sömu að­ferð­um til að kom­ast yf­ir kvóta í Mar­okkó og Má­rit­an­íu, áð­ur en fyr­ir­tæk­ið hóf út­gerð í Namib­íu.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár