Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

488. spurningaþraut: Hér er spurt um tvo virðulega herra á veðreiðum

488. spurningaþraut: Hér er spurt um tvo virðulega herra á veðreiðum

Fyrri myndaspurning:

Hvað heitir áin sem fellur til sjávar á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi heitir höfuðborgin Kabúl? 

2.  Moshe Dayan var einu sinni herforingi og síðar varnarmálaráðherra í hvaða landi?

3.  Við hvaða plánetu heita stærstu tunglin Titan, Rhea og Iapetus?

4.  Ein besta og virtasta leikkona Bandaríkjanna lék árið 2016 hlutverk Florence Foster Jenkins í samnefndri bíómynd og hlaut mikið lof fyrir, enda er leikkonan ein sú margverðlaunaðasta vestanhafs. Hvað heitir hún?

5.  Fyrrnefnd Florence Foster Jenkins var raunveruleg persóna, og var fræg — eða öllu heldur alræmd — fyrir að vera ... hvað?

6.  Kona nokkur settist á Alþingi 2009 og sat þar til 2017 í nafni Borgarahreyfingarinnar, Hreyfingarinnar og loks Pírata. Hvað heitir hún?

7.  Hvað hétu aðalpersónurnar í sjónvarpsþáttunum X-Files? Nefna þarf bæði.

8.  Í Þýskalandi ber eitt fótboltalið höfuð og herðar yfir önnur í karlaflokki og hefur unnið meistaratitilinn samfleytt frá 2013. Hvaða lið er það?

9.  Þar áður hafði annað lið í Þýskalandi unnið meistaratitilinn tvö ár í röð undir stjórn hins vinsæla þjálfara Jürgens Klopps. Hvaða lið var það?

10.  En hvaða lið í Þýskalandi vann síðast meistaratitilinn í karlaflokki — fyrir utan þessi tvö stórlið? Þess má geta að það lið hefur verið síðustu árin verið sérlega öflugt í kvennaflokki og okkar eigin Sara Björk lék með liðinu í fjögur ár og varð Þýskalandsmeistari kvenna jafn oft.

***

Seinni myndaspurning:

Ljósmyndin hér að neðan sýnir karla tvo sem hittust á kappreiðum og báru saman veðmálabækur sínar. Hvaða karlar eru þetta? Hafa verður nöfnin á þeim báðum rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Afganistan.

2.  Ísrael.

3.  Satúrnus.

4.  Meryl Streep.

5.  Mjög vond söngkona.

6.  Birgitta Jónsdóttir

7.  Mulder og Scully.

8.  Bayern München.

9.  Dortmund.

10.  Wolfsburg.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni fellur Ölfusá til sjávar.

Á neðri myndinni eru þeir Charlie Chaplin og Walt Disney.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár