Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Dómari líkir framtíð óbólusettra við gyðinga á tíma nasista

Hér­aðs­dóm­ar­inn Arn­ar Þór Jóns­son, sem býð­ur sig fram til Al­þing­is fyr­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, spyr hvort ein­kenna eigi óbólu­setta með gulri stjörnu í Þýskalandi.

Dómari líkir framtíð óbólusettra við gyðinga á tíma nasista
Arnar Þór Jónsson Dómarinn er enn að störfum við héraðsdóm Reykjavíkur þrátt fyrir að taka þátt í kosningabaráttu.

Arnar Þór Jónsson, dómari við héraðsdóm Reykjavíkur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, spyr hvort borgaraleg réttindi þeirra sem efast um gildi bólusetninga verði skert eins og gyðingar máttu upplifa á tímum Nasistaflokks Adolf Hitler í Þýskalandi.

Þetta kemur fram í umræðuþræði sem Arnar Þór stofnaði til á sunnudag í Facebook hópnum „Heildarmyndin“ þar sem umræða fer fram um samfélagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins á Íslandi.

Birtir Arnar Þór frétt um stöðu mála í Þýskalandi þar sem rætt er um að neikvætt veirupróf muni að líkindum ekki vera jafngilt bólusetningarvottorði til frambúðar. Þjóðverjar þurfa í dag að sýna bólusetningarvottorð eða neikvætt veirupróf sem er innan við 24 tíma gamalt til þess að sitja innandyra á veitingastöðum og sækja kvikmyndahús, íþróttaleiki, menningarstofnanir eða aðra slíka viðburði. Yfir 91 þúsund manns hafa látist í landinu vegna faraldursins.

„Erum við að sigla inn í framtíð þar sem borgaraleg réttindi verða skilyrt með kröfu um að við séum „þæg börn“, þ.e. hlýðum, þegjum, höfum „réttar“ skoðanir, tökum öll lyf sem okkur er sagt að taka o.s.frv.?“ skrifar Arnar Þór í umræðum um fréttina. „Óþægilegt fólk (þ. querdenkers) má þá kannski auðkenna, t.d. með gulri stjörnu?!“

Hafa sett upp gular stjörnur sjálfviljug

Vísar hann þar til hópsins Querdenker sem stendur fyrir mótmælum víða um Þýskaland gegn bólusetningum, grímunotkun og sóttvarnaraðgerðum. Orðið Querdenker merkir aðila með hugsunarhátt sem er þvert á ríkjandi sjónarmið. Hluti hópsins trúir ekki á tilvist Covid-19, en inn í mótmælin hafa einnig blandast hópar hægriöfgamanna og þeirra sem styðja samsæriskenningar eins og QAnon.

„Óþægilegt fólk (þ. querdenkers) má þá kannski auðkenna, t.d. með gulri stjörnu?!“
„Óbólusett“Fólk úr röðum Querdenker hópsins hefur sjálfviljugt sett á sig stjörnur eins og gyðingar voru þvingaðir til að bera á tíma nasistanna.

Sumir meðlimir Querdenker hafa sjálfviljugir gengið með gula stjörnu á erminni með orðinu „ungeimpft“ sem á íslensku merkir „óbólusett“. Í Þýskalandi nasismans voru gyðingar látnir bera borða með gulri Davíðsstjörnu til að einkenna sig. Við tók Helförin þar sem nasistar frömdu þjóðarmorð á gyðingum sem kostaði um 6 milljón þeirra lífið.

Arnar Þór er í fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi eftir þátttöku í prófkjöri flokksins fyrr á árinu. Nokkur umræða hefur skapast um innreið hans í stjórnmálin þar sem hann er enn starfandi héraðsdómari og hefur sagst ekki ætla að víkja frá þeim störfum nema hann nái kjöri sem þingmaður í Alþingiskosningum í haust. Samkvæmd siðareglum dómara samræmist ekki hlutverki dómara að taka virkan þátt í stjórnmálastarfi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár