Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Galopin landamæri eru ekki skammaryrði“

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra vill end­ur­meta að­stæð­ur þar sem flest­ir eru bólu­sett­ir og seg­ir stjórn­ar­and­stöð­una vilja „loka land­inu“ og tak­marka frelsi al­menn­ings til fram­tíð­ar.

„Galopin landamæri eru ekki skammaryrði“
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Dómsmálaráðherra segir markmiðið ekki að telja smit til lengri tíma. Mynd: xd.is

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir leiðtoga stjórnarandstöðunnar og segir þá styðja mjög víðtækar takmarkanir á frelsi almennings, jafnvel til langs tíma, vegna Covid-19 faraldursins. „Það er ánægjulegt að sjá að 97% af þeim sem nú smitast séu nær einkennalausir,“ skrifar hún í grein í Morgunblaðinu í dag. „Með því er stærsta áfanganum náð, enda markmiðið ekki að telja smit til lengri tíma – heldur að koma í veg fyrir útbreidd alvarleg veikindi og sporna við álagi á heilbrigðiskerfið.“

Í greininni segir Áslaug Arna að ríkari kröfur til stjórnvalda um að gæta meðalhófs verði að gera eftir því sem lengra líður frá upphafi faraldurs og þekking eykst. Aðgerðir megi ekki ganga lengra eða vara lengur en tilefni er til. „Þegar 90% fullorðinna einstaklinga eru orðin bólusett þarf að slá nýjan takt í umræðuna, endurmeta aðstæður og leggja grunn að eðlilegu lífi á ný,“ skrifar hún.

Þá bendir hún á að aðgerðirnar gildi til 13. ágúst og að á þeim tíma verði upplýsinga aflað um hvernig og hve mikið bólusettir veikjast. „Ég vona að stjórnarandstöðunni auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni. Talað er um stefnuleysi á sama tíma og virtir sérfræðingar hrósa ríkisstjórninni fyrir vandvirkni og hófsemi. Gagnrýnin snýst öðru fremur um að of fljótt hafi verið farið í afléttingar og í að láta af skimun bólusettra inn í landið. Í þessu felst viðsnúningur af hálfu stjórnarandstöðunnar, enda byggðu ákvarðanirnar á tillögu sóttvarnalæknis. Hingað til hafa þessar sömu raddir lagt mikið upp úr því að fylgja tillögum hans í einu og öllu,“ skrifar hún.

„Upphrópanir af því tagi lýsa uppgjöf og úrræðaleysi“

Loks gagnrýnir hún stjórnarandstöðuna fyrir upphrópanir. „Sumir leiðtogar stjórnarandstöðunnar mæla fyrir því að „loka landinu“, með tilheyrandi stórauknu atvinnuleysi og tekjutapi samfélagsins. Minna fer fyrir tillögum um aðrar leiðir til að skapa störf og um leið gjaldeyris- og skatttekjur til að halda áfram úti okkar öflugu heilbrigðis-, mennta- og almannatryggingakerfum. Galopin landamæri eru ekki skammaryrði, heldur eðlilegur hluti þess að búa í frjálsu samfélagi og einn megingrundvöllur hagsældar í okkar litla og afskekkta landi. Sömu stjórnmálaleiðtogum finnst ekkert tiltökumál að settar verði á mjög víðtækar takmarkanir á frelsi almennings, jafnvel til langrar framtíðar. Upphrópanir af því tagi lýsa uppgjöf og úrræðaleysi og fá vonandi engan hljómgrunn meðal kjósenda í haust.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár