Fyrri myndaspurning:
Fáni hvaða ríkis blaktir hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Við hvaða hverfi er Hverfisgata í Reykjavík kennd?
2. Hver skrifaði skáldsagnabálkinn Fjallkirkjuna?
3. Á hvaða tungumáli var Fjallkirkjan skrifuð?
4. Hver þýddi hana fyrstur á íslensku?
5. Undir hvaða nafni er Marshall Bruce Mathers III þekktastur?
6. Þann 15. ágúst 1914 var fyrri heimsstyrjöldin nýhafin í Evrópu. Því bar minna en ella á fréttum af opnun gríðarlega mikilvægs samgöngumannvirkis sem lengi hafði verið unnið við og átti eftir að breyta miklu. Hvaða mannvirki var það?
7. Annað mannvirki, hátt í þúsund ára gamalt, varð fyrir miklum skemmdum í bruna í apríl 2019 og vakti heimsathygli. Hvaða mannvirki var það?
8. Við hvað starfar Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir?
9. Hvað hét tímaritið sem Jónas Hallgrímsson og þrír félagar hans hófu útgáfu á árið 1835?
10. Hvaða rithöfundur hefur skrifað röð bóka um lögreglumanninn Hörð Grímsson, jafnframt öðrum verkum?
***
Seinni myndaspurning:
Úr hvaða kvikmynd er þetta skjáskot?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Skuggahverfið.
2. Gunnar Gunnarsson.
3. Dönsku.
4. Halldór Laxness.
5. Eminem.
6. Panamaskurðurinn.
7. Notre Dame dómkirkjan.
8. Fréttamaður hjá RÚV.
9. Fjölnir.
10. Stefán Máni.
***
Svör við myndaspurningum:
Fáninn er fáni Sviss.
Kvikmyndin er Shining, mynd Kubricks.
***
Lítið á hlekki hér að neðan!
Athugasemdir