Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

Fyrri myndaspurning:

Hver skýtur úr byssu sinni á myndinni hér að ofan? Tvö nöfn koma til mála og teljast bæði rétt?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Marmarahaf?

2.  Hvað eru mörg spil í venjulegum spilastokk?

3.  Hver skrifaði laust fyrir 1800 harmleikinn Faust?

4.  Eftir því sem best er vitað á Síamsköttur á Bretlandi heimsmetið í kettlingafjölda, en sú læða eignaðist afkvæmi sín árið 1970. Fjórir kettlingar dóu í fæðingunni en hve margir voru þeir í heild? Hér má skeika einum kettlingi.

5.  Warren Buffett er afar ríkur maður, einn sá allra ríkasti í heimi. Á hverju grundvallast auðhæfi hans?

6.  Í bandarískri sögu er Barry Goldwater frægastur fyrir að hafa tapað forsetakosningum með miklum mun. Fyrir hverjum?

7.  Nú er fyrir dómi í Þýskalandi málarekstur vegna þess að 2015 fjarlægði lögreglan ákveðinn hlut úr kjallaranum hjá tæplega áttræðum karli í þorpinu Heikendorf í Schleswig-Holstein. Karlinn var alls ekki ánægður með að hluturinn væri tekinn úr kjallaranum en yfirvöldin vilja fá úr því skorið hvort hann hafi brotið lög með því að geyma svona í kjallaranum hjá sér. Hver var þessi hlutur?

8.  Einn af þjóðhöfðingjum Evrópu á tvær systur sem heita Caroline og Stephanie. Þær voru mjög í fréttum fyrir 30-40 árum. Sumum fannst þær frekar óþekkar, en þær sögðust nú bara vilja fá að lifa eðlilegu lífi. Hvað heitir þjóðhöfðinginn bróðir þeirra?

9.  Hvað heitir stærsta eyjan við Spán?

10.  Krk heitir 20. stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Þar búa 20.000 manns. Hvaða ríki tilheyrir Krk?

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Milli Eyjahafs og Svartahafs — og/eða milli Hellusunds og Bosporus.

2.  52.

3.  Goethe.

4.  19, svo rétt telst vera 18-20.

5.  Fjárfestingum.

6.  Lyndon Johnson.

7.  Skriðdreki.

8.  Albert. Hann er fursti í Mónakó.

9.  Mallorcka.

10.  Króatíu.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Skuggi eða Dreki. Hann var kallaður báðum þessum nöfnum í íslenskum blöðum.

Á neðri myndinni er blágresi. Ég hef reyndar grun um að ég hafi spurt um blágresi áður, en það er þá í góðu lagi.

***

Lítið á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár