Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

Fyrri myndaspurning:

Hver skýtur úr byssu sinni á myndinni hér að ofan? Tvö nöfn koma til mála og teljast bæði rétt?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Marmarahaf?

2.  Hvað eru mörg spil í venjulegum spilastokk?

3.  Hver skrifaði laust fyrir 1800 harmleikinn Faust?

4.  Eftir því sem best er vitað á Síamsköttur á Bretlandi heimsmetið í kettlingafjölda, en sú læða eignaðist afkvæmi sín árið 1970. Fjórir kettlingar dóu í fæðingunni en hve margir voru þeir í heild? Hér má skeika einum kettlingi.

5.  Warren Buffett er afar ríkur maður, einn sá allra ríkasti í heimi. Á hverju grundvallast auðhæfi hans?

6.  Í bandarískri sögu er Barry Goldwater frægastur fyrir að hafa tapað forsetakosningum með miklum mun. Fyrir hverjum?

7.  Nú er fyrir dómi í Þýskalandi málarekstur vegna þess að 2015 fjarlægði lögreglan ákveðinn hlut úr kjallaranum hjá tæplega áttræðum karli í þorpinu Heikendorf í Schleswig-Holstein. Karlinn var alls ekki ánægður með að hluturinn væri tekinn úr kjallaranum en yfirvöldin vilja fá úr því skorið hvort hann hafi brotið lög með því að geyma svona í kjallaranum hjá sér. Hver var þessi hlutur?

8.  Einn af þjóðhöfðingjum Evrópu á tvær systur sem heita Caroline og Stephanie. Þær voru mjög í fréttum fyrir 30-40 árum. Sumum fannst þær frekar óþekkar, en þær sögðust nú bara vilja fá að lifa eðlilegu lífi. Hvað heitir þjóðhöfðinginn bróðir þeirra?

9.  Hvað heitir stærsta eyjan við Spán?

10.  Krk heitir 20. stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Þar búa 20.000 manns. Hvaða ríki tilheyrir Krk?

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Milli Eyjahafs og Svartahafs — og/eða milli Hellusunds og Bosporus.

2.  52.

3.  Goethe.

4.  19, svo rétt telst vera 18-20.

5.  Fjárfestingum.

6.  Lyndon Johnson.

7.  Skriðdreki.

8.  Albert. Hann er fursti í Mónakó.

9.  Mallorcka.

10.  Króatíu.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Skuggi eða Dreki. Hann var kallaður báðum þessum nöfnum í íslenskum blöðum.

Á neðri myndinni er blágresi. Ég hef reyndar grun um að ég hafi spurt um blágresi áður, en það er þá í góðu lagi.

***

Lítið á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár