Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

Fyrri myndaspurning:

Hver skýtur úr byssu sinni á myndinni hér að ofan? Tvö nöfn koma til mála og teljast bæði rétt?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Marmarahaf?

2.  Hvað eru mörg spil í venjulegum spilastokk?

3.  Hver skrifaði laust fyrir 1800 harmleikinn Faust?

4.  Eftir því sem best er vitað á Síamsköttur á Bretlandi heimsmetið í kettlingafjölda, en sú læða eignaðist afkvæmi sín árið 1970. Fjórir kettlingar dóu í fæðingunni en hve margir voru þeir í heild? Hér má skeika einum kettlingi.

5.  Warren Buffett er afar ríkur maður, einn sá allra ríkasti í heimi. Á hverju grundvallast auðhæfi hans?

6.  Í bandarískri sögu er Barry Goldwater frægastur fyrir að hafa tapað forsetakosningum með miklum mun. Fyrir hverjum?

7.  Nú er fyrir dómi í Þýskalandi málarekstur vegna þess að 2015 fjarlægði lögreglan ákveðinn hlut úr kjallaranum hjá tæplega áttræðum karli í þorpinu Heikendorf í Schleswig-Holstein. Karlinn var alls ekki ánægður með að hluturinn væri tekinn úr kjallaranum en yfirvöldin vilja fá úr því skorið hvort hann hafi brotið lög með því að geyma svona í kjallaranum hjá sér. Hver var þessi hlutur?

8.  Einn af þjóðhöfðingjum Evrópu á tvær systur sem heita Caroline og Stephanie. Þær voru mjög í fréttum fyrir 30-40 árum. Sumum fannst þær frekar óþekkar, en þær sögðust nú bara vilja fá að lifa eðlilegu lífi. Hvað heitir þjóðhöfðinginn bróðir þeirra?

9.  Hvað heitir stærsta eyjan við Spán?

10.  Krk heitir 20. stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Þar búa 20.000 manns. Hvaða ríki tilheyrir Krk?

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Milli Eyjahafs og Svartahafs — og/eða milli Hellusunds og Bosporus.

2.  52.

3.  Goethe.

4.  19, svo rétt telst vera 18-20.

5.  Fjárfestingum.

6.  Lyndon Johnson.

7.  Skriðdreki.

8.  Albert. Hann er fursti í Mónakó.

9.  Mallorcka.

10.  Króatíu.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Skuggi eða Dreki. Hann var kallaður báðum þessum nöfnum í íslenskum blöðum.

Á neðri myndinni er blágresi. Ég hef reyndar grun um að ég hafi spurt um blágresi áður, en það er þá í góðu lagi.

***

Lítið á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár