Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

485. spurningaþraut: Tvær systur, tvær eyjar en hve margir kettir?

Fyrri myndaspurning:

Hver skýtur úr byssu sinni á myndinni hér að ofan? Tvö nöfn koma til mála og teljast bæði rétt?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvar er Marmarahaf?

2.  Hvað eru mörg spil í venjulegum spilastokk?

3.  Hver skrifaði laust fyrir 1800 harmleikinn Faust?

4.  Eftir því sem best er vitað á Síamsköttur á Bretlandi heimsmetið í kettlingafjölda, en sú læða eignaðist afkvæmi sín árið 1970. Fjórir kettlingar dóu í fæðingunni en hve margir voru þeir í heild? Hér má skeika einum kettlingi.

5.  Warren Buffett er afar ríkur maður, einn sá allra ríkasti í heimi. Á hverju grundvallast auðhæfi hans?

6.  Í bandarískri sögu er Barry Goldwater frægastur fyrir að hafa tapað forsetakosningum með miklum mun. Fyrir hverjum?

7.  Nú er fyrir dómi í Þýskalandi málarekstur vegna þess að 2015 fjarlægði lögreglan ákveðinn hlut úr kjallaranum hjá tæplega áttræðum karli í þorpinu Heikendorf í Schleswig-Holstein. Karlinn var alls ekki ánægður með að hluturinn væri tekinn úr kjallaranum en yfirvöldin vilja fá úr því skorið hvort hann hafi brotið lög með því að geyma svona í kjallaranum hjá sér. Hver var þessi hlutur?

8.  Einn af þjóðhöfðingjum Evrópu á tvær systur sem heita Caroline og Stephanie. Þær voru mjög í fréttum fyrir 30-40 árum. Sumum fannst þær frekar óþekkar, en þær sögðust nú bara vilja fá að lifa eðlilegu lífi. Hvað heitir þjóðhöfðinginn bróðir þeirra?

9.  Hvað heitir stærsta eyjan við Spán?

10.  Krk heitir 20. stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu. Þar búa 20.000 manns. Hvaða ríki tilheyrir Krk?

***

Seinni myndaspurning:

Lítið á myndina hér að neðan. Hvað er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Milli Eyjahafs og Svartahafs — og/eða milli Hellusunds og Bosporus.

2.  52.

3.  Goethe.

4.  19, svo rétt telst vera 18-20.

5.  Fjárfestingum.

6.  Lyndon Johnson.

7.  Skriðdreki.

8.  Albert. Hann er fursti í Mónakó.

9.  Mallorcka.

10.  Króatíu.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Skuggi eða Dreki. Hann var kallaður báðum þessum nöfnum í íslenskum blöðum.

Á neðri myndinni er blágresi. Ég hef reyndar grun um að ég hafi spurt um blágresi áður, en það er þá í góðu lagi.

***

Lítið á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár