Fyrri myndaspurning:
Hvað er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hjá hvaða dýrum ólst Móglí upp?
2. Hver skrifaði um Móglí?
3. „... og næstum eins og nunna er, / þótt níu hundruð ára sé.“ Hver er sú?
4. Hver söng þetta?
5. Hvaða ríki í veröldinni hét áður Rhódesía?
6. Allium sativum heitir jurt ein, sem þykir mögnuð. Þeir eru til sem óttast beinlínis um líf sitt fyrir henni, þótt „líf sitt“ sé kannski ekki nákvæmt orðalag hér. Hvað er Allium sativum?
7. Hversu mörgum flugvélum var rænt 11. september 2001?
8. Á Alþingi Íslendinga situr nú ein menntuð leikkona. Hvað heitir hún?
9. Móðir hennar var einnig leikkona og þótti ein sú fremsta á landinu á ofanverðri síðustu öld. Hún er nú látin, en hvað hét hún?
10. Hvaða fyrirbæri er Hubble sem tók til starfa 1990?
***
Seinni myndaspurning:
Hver er á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Úlfum.
2. Kipling.
3. Grýla.
4. Ómar Ragnarsson.
5. Simbabve.
6. Hvítlaukur.
7. Fjórum.
8. Helga Vala Helgadóttir.
9. Helga Bachmann.
10. Stjörnusjónauki.
***
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni er hið svonefnda Helstirni eða Dauðastjarna úr Star Wars myndinni, á ensku Death Star.
Á neðri myndinni er stytta af jötninum Atlasi.
Athugasemdir