Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

484. spurningaþraut: Kúlur tvær, heldur stórar

484. spurningaþraut: Kúlur tvær, heldur stórar

Fyrri myndaspurning:

Hvað er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hjá hvaða dýrum ólst Móglí upp?

2.  Hver skrifaði um Móglí?

3.  „... og næstum eins og nunna er, / þótt níu hundruð ára sé.“ Hver er sú?

4.  Hver söng þetta?

5.  Hvaða ríki í veröldinni hét áður Rhódesía?

6.  Allium sativum heitir jurt ein, sem þykir mögnuð. Þeir eru til sem óttast beinlínis um líf sitt fyrir henni, þótt „líf sitt“ sé kannski ekki nákvæmt orðalag hér. Hvað er Allium sativum?

7.  Hversu mörgum flugvélum var rænt 11. september 2001?

8.  Á Alþingi Íslendinga situr nú ein menntuð leikkona. Hvað heitir hún?

9.  Móðir hennar var einnig leikkona og þótti ein sú fremsta á landinu á ofanverðri síðustu öld. Hún er nú látin, en hvað hét hún?

10.  Hvaða fyrirbæri er Hubble sem tók til starfa 1990?

***

Seinni myndaspurning:

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Úlfum.

2.  Kipling.

3.  Grýla.

4.  Ómar Ragnarsson.

5.  Simbabve.

6.  Hvítlaukur.

7.  Fjórum.

8.  Helga Vala Helgadóttir.

9.  Helga Bachmann.

10.  Stjörnusjónauki.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er hið svonefnda Helstirni eða Dauðastjarna úr Star Wars myndinni, á ensku Death Star.

Á neðri myndinni er stytta af jötninum Atlasi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár