Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

482. spurningaþraut: Hver var alltaf að syngja um hana Hailie?

482. spurningaþraut: Hver var alltaf að syngja um hana Hailie?

Myndaspurningar:

Hver er teiknimyndapersónan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða fyrirbæri er Mossad?

2.  En hvaða fyrirbæri var Stasi?

3.  Og hvað er Taj Mahal? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt.

4.  Íslenskur rithöfundur og myndlistarmaður hefur gefið út fjölda bóka um Kugg, Málfríði og mömmu Málfríðar sem lendir í ýmsum æsispennandi ævintýrum. Listamaðurinn, sem bæði skrifar og myndskreytir sögurnar um Kugg og félaga, heitir ...?

5.  Hver samdi og söng lagið Sledgehammer árið 1986?

6.  En hver sló ærlega í gegn með laginu Crazy in Love árið 2003 — og hefur verið á toppnum síðan?

7.  Annar útlenskur tónlistarmaður eignaðist dótturina Hailie árið 1995 og söng — eða öllu heldur rappaði — oft um hana næstu árin, svo sem í lögunum Hailie's Song, Mockingbird og When I'm Gone. Hver er músíkantinn?

8.  Hesteyrarfjörður, Veiðileysufjörður, Lónafjörður, Hrafnsfjörður og Leirufjörður. Hvað kallast þessir fimm firðir einu nafni?

9.  Fyrir hvaða flokk er Andrés Ingi Jónsson í framboði fyrir kosningarnar í næsta mánuði?

10.  Tókíó er fjölmennasta borg Japans, það vita líklega flestir. En hver er sú næstfjölmennasta?

***

Önnur teiknimyndapersóna á annarri myndaspurningu:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Leyniþjónusta Ísraels.

2.  Leyniþjónusta hins fyrrverandi Austur-Þýskalands.

3.  Grafhýsi á Indlandi. Það verður að fylgja sögunni að um GRAFHÝSI sé að ræða.

4.  Sigrún Eldjárn.

5.  Peter Gabriel.

6.  Beyonce.

7.  Eminem. Sjá til dæmis hér (klikkið á "Watch on YouTube"):

8.  Jökulfirðir.

9.  Pírata.

10.  Jókóhama.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Amma Önd.

Á neðri myndinni er Bósi Ljósár.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár