Vitneskja lá fyrir innan Sorpu að molta sem framleidd var í nýrri gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins væri plastmenguð á sama tíma og fyrirtækið tilkynnti fjölmiðlum að moltan lofaði góðu. Hefur hún síðan verið notuð til landgræðslu á urðunarstað Sorpu á Álfsnesi, en niðurstöðunum var ekki deilt með almenningi fyrr en eftir að blaðamaður Stundarinnar fór á vettvang moltugerðarinnar. Rannsókn Stundarinnar leiddi í ljós að plast í moltunni er langt yfir þeim kröfum sem gerðar eru og ef henni yrði dreift samkvæmt áætlunum færu 200 tonn af plasti í íslenska náttúru árlega.
GAJA heitir ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu sem var tekin í notkun í ágúst 2020. Stöðin mun á endanum kosta 6,1 milljarð króna, langt umfram áætlaðan kostnað, en upprunaleg kostnaðaráætlun frá 2016 hljóðaði upp á 2,8 milljarða króna. Mikið hefur gerst síðan ákvörðunin um að byggja stöðina var …
Athugasemdir